þjónusta

ástandsskoðun

Það skiptir höfuðmáli að allar öryggisráðstafanir séu í takt við tímann. Tæknimenn Nortek eru reiðubúnir að yfirfara kerfi og laga það sem laga þarf.

uppsetning

Viðskiptavinum stendur til boða að versla öryggislausnirnar okkar og setja þær upp sjálfir, einnig er hægt að fá sérfræðingana okkar til aðstoðar.

neyðarþjónusta

Allt getur gerst þegar síst skildi. Þess vegna eru tæknimenn Nortek til taks allan sólarhringinn.

ráðgjöf

Hvernig standa öryggismálin á heimilinu eða fyrirtækinu? Hafðu samband núna og fáðu ráðgjöf fagmanna.

Traustar vörur

Helstu vörur Nortek eru aðgangsstýringar, brunaviðvörun, innbrotaviðvörun, eftirlitsmyndavélar og slökkvikerfi. Fyrir nokkrum árum var farið út í að bæta við öryggislausnum fyrir samgöngur, s.s. vegrið, hraðaskilti, vegmerkingar, radarmyndavélar, lyfja- og áfengispróf. Í kjölfarið bættust við reyklúgur, reyktjöld og brunaþéttingar þar sem þörf var á þekkingu á lausnum sem hentuðu stórum byggingum og mikilvægi þess að reyklúgur, reyktjöld og burnaviðvörunarkerfi virki sem ein heild. Einnig hefur verið lögð áhersla á búnað sem fylgir aðgangsstýringum eins og hliðum, hliðslám og girðingum. Varaaflgjafar hafa einnig skipað stóran sess í vöruflóru okkar. Nortek hefur allt frá upphafi leitast við að starfa með traustum og viðurkenndum aðilum sem margir hafa fylgt okkur allt frá byrjun.

vörur

innbrotaviðvörun

Nortek er með lausnir sem henta heimilum og fyrirtækjum. Hægt að vakta kerfið sem símhringjara eða tengja við stjórnstöð viðbragðsaðila. Hinir fjölmörgu notendur okkar nýta sér ýmist hinar einföldu þráðlausu eða víruðu lausnir.

brunaviðvörun

Nortek býður upp á fjölbreytt úrval af vönduðum og viðurkenndum brunaviðvörunarkerfum. Í boði er allt frá litlum, einföldum kerfum sem henta heimilum og smærri fyrirtækjum, upp í stærri kerfi sem henta stærstu fyrirtækjum og stofnunum.

Umferðaröryggi

Sífellt meiri kröfur eru gerðar til öryggis í umferðinni. Nortek býður upp á vegrið, merkingar, lýsingar og fleira sem uppfyllir ströngustu kröfur en á samkeppnishæfu verði.

Eftirlitsmyndavélar

Hafðu auga með verkstæðinu, sumarbústaðnum, heimilinu eða skrifstofunni með eftirlitsbúnaði frá Nortek. Hugbúnaður sendir viðvörun í síma eða tölvupóst ef hreyfingar verður vart innan sjónsviðs myndavélarinnar, eða ef óeðlilegar breytingar verða á hitastigi. Hægt að tengjast myndavélinni í gegnum síma og sjá hver staðan er, hvenær sem er, hvaðan sem er í heiminum.