Öryggismyndavélar


Öryggismyndavélar eru gríðarlega stór hluti af öryggi eigna og fyrirtækja.

Við notum einungis myndavélar frá hágæða framleiðendum sem uppfylla allar kröfur um öryggi og gæði.

Hvort sem það er einföld öryggismyndavél fyrir heimilið, eða umfangsmikið myndavélakerfi fyrir fyrirtækið.

Fáðu ráðgjöf fagaðila til að finna réttu lausnina fyrir þig.

Einnig er úrval myndavéla í vefverslun.


IDIS er einn fremsti myndavélaframleiðandinn í heiminum í dag.
Með sveigjanlegum End-to-End lausnum býður IDIS uppá sérsniðnar og áreiðanlegar lausnir í myndeftirliti. 

IDIS Solution Suite býður uppá stækkanlega og framtíðarþétta lausn, sem gerir notendum kleift að innleiða ótal mismunandi þjónustur.
Bæta við fjölda tækja, stjórna og fylgjast með ótakmörkuðu magni myndavélakerfa úr einni sameinaðri lausn.

Við erum stolt að bjóða NDAA samþykkt myndavélaúrval í samvinnu með IDIS Global

IDIS Reynslusaga : Verslunarkjarni

IDIS Mobile Plus : Snjallforrit í síma.

IDIS á Sýningu 2020

SKIP OG BÁTAR

IDIS vél
IDIS 5MP IP67 með Hitara og Rafstýrðum Focus og Zoom. Tilvalinn fyrir erfiðar aðstæður og rauntíma eftirlit.

DirectIP® er háþróuð myndbandslausn sem auðveldlega tengir saman IP myndavélar, Upptökutæki og netbúnað og skilar framúrskarandi virkni á notendavænan hátt.

DirectIP® býður uppá rauntíma eftirlit án seinkunna og samhliða
upptöku af mörgum, sjálfstæðum ultra high-definition (UHD) myndbandstraumum.

Rauntíma eftirlit sem hægt er að treysta á bíður uppá gríðarlega notkunarmöguleika.
Hvort sem vöktun á vinnsludekki, grandaravindum eða eftirlit uppá dekki. 
Er IDIS DirectIP lausnin.   

 

AXIS er einn fremsti myndavélaframleiðandi heims í dag. 

AXIS býður upp á fjölbreytt vöruúrval myndavéla með hugbúnaði til

Á þessari síðu viljum við benda á möguleikana sem eru í boði, en á vefsíðu AXIS má einnig finna vöruleit, þar sem má finna mjög sérsniðnar lausnir.

M2025-LE

Lítil og nett vél við fjölbreyttar aðstæður inni sem úti

P1445 LE

Mjög góð alhliða bullet myndavél með skýra mynd

Q61 PTZ

Lítil og nett vél við fjölbreyttar aðstæður inni sem úti

M3057-PLVEe

Lítil og nett vél við fjölbreyttar aðstæður inni sem úti

Greiningartól AXIS

 Axis býður upp á snjalllausnir lausnir til að greina myndefni úr myndavélum.

Biðraðagreining

Fyrir verslanir sem vilja greina raðir og umferð í verslunum sínum með myndavélalausnum.


Innbrota- og hegðunargreining

Kerfið sendir tilkynningar ef merki eru um óeðlilega hegðun þeirra aðila sem birtast í myndavélakerfinu. Svæði eru skilgreind og meta má hvort einstaklingur staldri t.d. of lengi við á sama stað.

Greining bílnúmera

Með einföldum hætti er hægt að greina bílnúmer 

sem sjást í myndavélum.

Honeywell býður upp á hágæða myndavélakerfi af öllum stærðargráðum.

Honeywell er mjög framarlega á sviði samtengdra öryggiskerfa. 
Samtengd Aðgangs- Innbrota og Myndavélakerfi bjóða uppá ótal notkunarmöguleika.  

Nortek ehf er gullvottaður samstarfsaðili Honeywell.

30- Series IP myndavélar

Myndavélar og búnaður á góðu verði, sem stenst víðtækar kröfur viðskiptavina. 

equIP myndavélar

equIP myndavélarnar eru hluti af nýrra vöruframboði Honeywell, sem býður upp á hágæða myndavélar fyrir krefjandi aðstæður. Myndavélarnar er auðvelt að tengja við MAXPRO cloud, sem er skýjalausn sem gefur góða yfirsýn yfir kerfi notanda.

Performance Series Analog myndavélar

Uppfærðu eldra analog myndavélakerfið þitt með analog myndavélum og upptökudisk frá Honeywell

Upplýsingar og Aukahlutir

IP stuðull

Ryk- og Vatnsþéttni

 

IP vottun segir til um hversu vel varin myndavélin er fyrir vökva og föstum efnum - svo sem ryki.
IP er stendur fyrir Ingress Protection og er útfært af alþjóðlegu staðlaráði svo hægt sé að bera saman vatns- og rykheldni tækja þvert á framleiðendur.

Fyrri talan segir til um vörn gegn föstum efnum, og er mesta mögulega vörnin 6 - sem segir til um að tækið er rykvarið að fullu.

Seinni talan segir til um vörn gegn vökva og er á skalanum 1-8. Á þeim skala er 7 vörn gegn 1-100cm af vökva í 30 mínútur.

IP67 vottaðar myndavélar henta því vel við íslensk veðurskilyrði.

Birtuskilyrði

Wide Dynamic Range

 

Wide Dynamic Range (WDR) gerir öryggismyndavélum kleift að sýna greinilegar upptökur í erfiðum aðstæðum, hvort sem það er í lítilli birtu eða of mikilli birtu. 

Oft á tíðum þurfa öryggismyndavélar að vera staðsettar á móti lýsingu (backlighting), til dæmis við innganga.

Þá eiga myndavélarnar erfitt með að ná skýrri mynd af mikilvægum atriðum eins og andlitum og skráningarnúmerum bíla.

Öryggismyndavélarnar sporna gegn ónýtum upptökum þegar þær eru með innbyggðu WDR.

Myndavél með WDR
Myndavél án WDR

Skiptar

Skiptar eru með mikilvægustu íhlutum allra netkerfa, þ.m.t. myndavélakerfa, enda verður kerfið aldrei betra en skiptirinn sem stýrir umferðinni um netið.
Algengasta ástæða þess að hökt er í myndavélakerfum er sú að menn eru að nota ófullnægjandi skipta.
Það má ganga út frá því sem vísu að ef skiptirinn er ódýr, þá er hann ekki afkastamikill. 

Hjá Nortek fást eingöngu skiptar sem hafa sýnt sig að virka vel í kröfuhörðum kerfum.
Athugið að IP myndavélakerfi nota ekki hefðbundna skipta, heldur svokallaða
PoE (Power over Ethernet) skipta. 

Leitið ráða hjá öryggisráðgjafa varðandi val á skiptum fyrir myndavélakerfi.

Upptökubúnaður

Skiptirinn tekur merki frá myndavélum og sendir í upptökubúnaðinn, NVR (Network Video Recorder). 

Til eru margar mismunandi gerðir upptökubúnaðar, allt frá einföldum „Plug & Play“ búnaði sem hentar heimilum og smærri fyrirtækjum upp í 25kg vélar sem eru hugsaðar til að stýra mjög stórum myndavélakerfum með mörgum notendum. Einnig er mismunandi hvort hægt er að tengja skjái beint við upptökubúnað eða hvort þörf er á að tengja hann við tölvu og þaðan í skjá.

Upptökubúnaður er gefinn upp fyrir ákveðið margar myndavélar (rásir) en hér ber þó að hafa varann á. Það er ekki nóg að horfa á rásatöluna heldur þarf að horfa til vinnslugetu búnaðarins sömuleiðis. Almennt má segja að 8 rása búnaður ráði við 8 myndavélar sem eru 2MP hver – ef þær eru 3MP eða meira ræður búnaðurinn við mun færri vélar. 

Þetta er þó ekki algilt og því þarf að lesa vel gagnablöð búnaðarins áður en fjárfest er í honum, í sumum tilfellum miðar framleiðandi t.d. við 1,3MP vélar þegar hann gefur upp rásafjölda. Líkt og með skiptana borgar sig að leita faglegrar ráðgjafar við val á upptökubúnaði.

Hægt er að nota upptökubúnað án gagnageymslu ef ekki er þörf á að eiga upptökur. Að öðrum kosti þarf að setja harða diska (HDD) í upptökubúnaðinn. Stærðin fer eftir mörgum þáttum, t.d. stillingum á upptökum, rammafjölda, upplausn, hversu lengi upptökur eiga að vera aðgengilegar osfrv. 

Öryggisráðgjafar okkar geta aðstoðað við að reikna út æskilegt geymslupláss fyrir þarfir hvers og eins.

Nortek er með rétta myndavélakerfið fyrir þig eða þitt fyrirtæki.
Hafið samband við öryggisráðgjafa til að finna réttu vöruna fyrir ykkur.