Fagaðilar í starfi

Nortek leggur mikinn metnað í að veita sem besta þjónustu við alla okkar viðskiptavini.
Með áratuga reynslu á sviði öryggislausna erum við í stakk búin til að finna þá réttu.
Við höfum einvalalið starfsfólks í öllum deildum, reiðubúið til aðstoðar.

Öryggi viðskiptavina er okkur gríðarlega mikilvægt og þess vegna leggjum við mikla áherslu á að starfsfólk fái góða fræðslu og þjálfun á þeim öryggislausnum sem við bjóðum upp á og þjónustum.

Ráðgjöf

Hvernig standa öryggismálin á heimilinu eða fyrirtækinu?
Hafðu samband núna og fáðu ráðgjöf fagaðila.

Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2022

Tæknideild Nortek

Tæknideildin okkar er lykilþáttur þegar kemur að þjónustu lausna sem við bjóðum upp á.

Deildin samanstendur af vel þjálfuðum einstaklingum sem eru sérfræðingar á sínu sviði.

Tæknideild Nortek býr yfir víðtækri þekkingu og reynslu á öllum okkar öryggislausnum.

Þar á meðal, brunaviðvörunarkerfum, slökkvikerfum, þjófavarnarkerfum, öryggismyndavélakerfum og öllum öðrum búnaði sem Nortek býður upp á.

Allt starfsfólk tæknideildar er vel menntað og þjálfað, með vottun frá framleiðendum til þess að tryggja hámarks gæði í allri okkar þjónustu.

Leitað hefur verið til tæknideildar Nortek fyrir sérverkefni á Íslandi, Grænlandi, Noregi, Danmörku og Þýskalandi.

Með hágæða öryggislausnir og fagaðila í starfi, eru viðskiptavinir okkar í góðum höndum.

Tæknideild Nortek er staðsett í Fossaleynum 16, Reykjavík og Tryggvabraut 3, Akureyri.

Þekking

Það skiptir höfuðmáli að allt okkar starfsfólk sé vel þjálfað og hafi víðtæka þekkingu á okkar öryggislausnum.
Starfsfólk tæknideildar fær vottun frá framleiðendum og fræðslu um búnaðinn sem við þjónustum.

Uppsetning

Viðskiptavinum stendur til boða að versla öryggislausnirnar okkar og setja þær upp sjálfir.
Það er einnig hægt að fá sérfræðinga okkar til aðstoðar við uppsetningu á öllum búnaði sem við bjóðum upp á.

Neyðarþjónusta

Allt getur gerst þegar síst skildi.
Þess vegna eru tæknimenn Nortek til taks allan sólarhringinn.
Góð þjónusta við alla okkar viðskiptavini skiptir máli.