Innbrotakerfi
Innbrotaviðvörunarkerfi geta komið í veg fyrir að dýrmætar eigur tapist eða skemmist.
Nortek er með lausnir sem henta heimilum og fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum.
Notendur nýta sér ýmist hinar einföldu þráðlausu eða víruðu lausnir sem við bjóðum upp á.
Við leggjum mikla áherslu á að búnaðurinn sé vottaður og standist allar öryggiskröfur.
Fáðu ráðgjöf fagaðila til að finna rétta lausn fyrir þig


AJAX - Öryggiskerfi
Ajax snjallöryggiskerfið er margverðlaunað í Evrópu og hentar bæði fyrirtækjum og einstaklingum. Notandi kerfisins getur sett það upp sjálfur og vaktað skilaboð og viðvaranir í gegnum snjallsímaforrit og greiðir þar af leiðandi ekkert mánaðargjald.
Skoðaðu úrvalið í netverslun eða settu saman þitt öryggiskerfi.
Spurningar og svör
Ef þú vilt geturðu sett kerfið upp á eigin spýtur. Farsímaforritið gefur einfaldar leiðbeiningar varðandi uppsetningu. Fagaðili frá Nortek getur líka komið og sett kerfið upp og gefið ráðleggingar varðandi uppsetningu til að tryggja hámarks vernd.
Ef þú vilt aðstoð við uppsetningu á kerfinu, bjóðum við einnig upp það.
Í offline stillingu fylgjast skynjarar með aðstæðum og senda upplýsingar til móðurstöðvarinnar (Hub). Ef það er einhver hætta, munu sírenur kerfisins láta þig vita. Ólíkt flestum þráðlausum og víruðum öryggiskerfum notar Ajax tvöfaldar samskiptaleiðir til að senda viðvaranir, annars vegar í gegnum farsímasamskipti og hins vegar internet. Þegar vandamál eru með eina rás skiptir Ajax sjálfkrafa yfir í hina. Ef árásarmaður truflar t.d. GSM merkið sendir kerfið viðvörun þess í stað með Ethernet eða Wi-Fi. Kerfið lætur þó alltaf vita af öllum breytingum sem eiga sér stað.
Nortek með starfsfólk sem eru sérfræðingar á sviði öryggismála.
Fáðu ráðgjöf fagaðila við að finna hvaða vörur henta fyrir þitt heimili eða fyrirtæki.
Á vefsíðu Ajax má einnig finna út hversu marga skynjara mælt er með að þú setjir upp á þínu heimili eða vinnustað.
Smelltu á slóðina og veldu stærð kerfis.
Ajax er auðveldlega hægt að útvíkka og stækka með viðbótar skynjurum fyrir innganga, eld og vatn, svo og einingum til að stjórna raftækjum. Þú getur keypt og bætt við viðbótartækjum og tengt skynjara með nokkrum smellum í farsímaforritinu.
Auðveldasta leiðin til að fylgjast með kerfinu er að nota Ajax Security System forritið fyrir iOS og Android farsíma. Forritið gerir þér kleift að kveikja/slökkva á kerfinu og fylgjast með tækjunum þínum (þ.mt upplýsingar um stöðu merkis, rafhlöðustöðu og hitastig). Einnig er hægt að stjórna kerfinu með Ajax vegg-takkaborði eða flögu fyrir lyklakippu.
Búnaðurinn notar rafhlöður og því þarf að skipta um rafhlöður reglulega. Þar sem skynjarar eru hannaðir með þetta í huga, má gera ráð fyrir að rafhlöðurnar geti enst í allt að 7 ár í skynjurunum. Hugbúnaðurinn mun láta vita þegar æskilegt er að skipta um rafhlöðu.
Ajax sendir tilkynningar í gegnum farsímaforritið, með SMS skilaboðum eða símtölum til eiganda kerfisins. Þú getur valið tilkynningarstillingar þínar í farsímaforritinu. Hægt er að velja háværa tilkynningu úr símaforritinu þegar innbrotaboð eða önnur boð berast.
Ajax kerfið notar stafrænt reiknirit til að greina hreyfingu manna. Svo lengi sem gæludýrin eru minni en 50 cm og 20 kíló ættu þau ekki að setja Ajax skynjara í gang.
Nei. Ajax mun halda áfram að gæta húsnæðisins. Allir skynjararnir starfa á hleðslurafhlöðu en það er vararafhlaða í móðurstöðinni (Hub) sem dugar í allt að 16 klukkustundir þegar á þarf að halda. Þegar rafmagnið kemst aftur á hleður miðstöðin sjálfkrafa vararafhlöðuna.
Já, ef þú ert stjórnandi með fullan aðgang að kerfisstillingunum. Þú getur bætt allt að 50 notendum við Ajax kerfið þitt. Þeir geta verið fjölskyldumeðlimir, vinir, nágrannar, samstarfsmenn eða jafnvel öryggisfyrirtæki. Hægt er að gefa tímabundinn aðgang og eins hægt að henda út notendum á auðveldan máta.
Já, við fundum stutt myndband þar sem aðili setur kerfið upp og sýnir skrefin
Sjá myndband

Stjórnstöð
Snjallvæn stjórnstöð hugbúnaðarins er einn af lykilþáttum AJAX öryggislausnarinnar. Búnaðurinn hefur eftirlit með öllum skynjurum AJAX kerfisins og sendir viðvörunarmerki beint til eiganda.
Stjórnstöð +
Annarrar kynslóðar stjórnstöð með fjórum samskipta rásum (Wi-Fi, Ethernet, WCDMA og GSM), nýjum öflugum örgjörva, þrefaldri RAM getu og tvöföldu flash minni. Stjórnstöðin, Hub Plus, hefur eftirlit með öllum aðgerðum Ajax skynjarana og varar eigandann strax við.
Stjörnstöðin sér um stýringuna á Ajax öryggiskerfinu, samþáttar aðgerðir tengdra skynjara og tækja og miðlar til eigandans.


Innisírena
Þráðaus sírena sem gefur frá sér hátt hljóð þegar að stjórnstöðin nemur eitthvað óvenjulegt.
Sett upp innandyra til að vara við óviðkomandi aðgangi.
Sírenan inniheldur blikkljós, sem fer af stað um leið og sírenan hringir.
Hægt er að breyta hljóði í sírenu, bæði lengd og styrk hljóðs.
Hljóðstyrkurinn er 81-105 dB í 1 meters fjarlægð.
Útisírena
Þráðaus sírena sem gefur frá sér hátt hljóð og ljós þegar að stjórnstöðin nemur eitthvað óvenjulegt.
Sett upp utandyra til að vara við óviðkomandi aðgangi.
Hljóðstyrkurinn 85 – 113 db í 1 m. fjarlægð
Stærð: 200 x 200 x 51 mm


Reykskynjari
Þráðlaus reykskynjari með hitanema sem mælir stöðugt bæði hita og reyk í rýminu. Lætur vita um leið ef hitastig rýmisins rís skart.
Rúðubrotsskynjari
Lítill þráðlaus gluggaskynjari sem lætur vita um leið og hann nemur að gler sé brotið í glugga. Hann er staðsettur 9m frá glugga og síar frá tilfelli þar sem viðvörun er röng.


Rakaskynjari
Þráðlaus rakaskynjari nemur fyrstu merki um leka á aðeins nokkrum millisekúndum. Engin verkfæri þörf til uppsetningar. Kemst auðveldlega undir uppþvotta- og þvottavélar.
Samþættur hreyfi- og rúðubrotsskynjari
Þráðlaus hreyfi- og rúðubrotsskynjari.
Skynjarinn hentar í rými þar sem hægt er að brjótast inn bæði í gegnum hurð og glugga.
Hann greinir núverandi ástand glersins.


Reyk- og hitaskynjari
Þráðlaus reyk- og hitaskynjari sem mælir stöðugt bæði hita og reyk í rýminu.
Lætur vita um leið ef hitastig rýmisins rís skart.
Lyklaborð
Þráðlaust lyklaborð til að virkja og slökkva á AJAX kerfinu.
Staðsett innandyra við útgangshurð til að auðvelda aðgang.
Einnig er hægt að virkja og afvirkja kerfi með snjallforriti og fjarstýringu á lyklakippu.


Fjarstýring
Það er auðvelt að bæði virkja og slökkva á mismunandi nemum með fjarstýringunni.
Merkið er sent á dulkóðuðu sniði sem kemur í veg fyrir að hægt sé að eiga við kerfið.
Hreyfiskynjari
Þráðlaus hreyfiskynjari lætur eigandann vita um leið og innbrots verður vart. Skynjarinn er staðsettur á vegg fyrir framan hurðar, glugga og aðra staði þar sem innbrot er líklegt.
Virkar í allt að 7 ár án endurnýjunar batterís.
Leiðir hjá sér hunda og ketti sem eru undir 20kg og 50cm á hæð.
Nákvæm skynjun á hitabreytingum, allt upp að 40 gráðum.


Hreyfiskynjari utandyra
Lítill þráðlaus utandyra hreyfiskynjari með stillanlegri fjarlægð á nema.
Skynjarinn þolir lágt hitastig og er varinn gegn ryki og raka.
Hurðaskynjari (gluggaskynjari)
Þráðlaus hurðaskynjari (gluggaskynjari) sem lætur vita um leið og hann telur að það sé innbrot vegna skemmda á hurð eða glugga.
Hægt að festa hann á allar gerðir hurða, einnig úr járni.


Hurðaskynjari +
Þráðlaus hurðaskynjari sem lætur vita um leið og hann telur að það sé innbrot inn um hurð eða glugga.
Einnig hægt að festa hann á þakglugga sem eru skildir eftir opnir.


AJAX Fibra
Fibra er vírað öryggiskerfi frá Ajax sem hefur þann möguleika að tengjast einnig þráðlausum skynjurum. Fullkomin lausn til að vernda fyrirtæki eða heimili.
Fibra er háþróað öryggiskerfi sem notar nýjustu tækni til að veita bestu vernd sem völ er á. Háþróaðir skynjarar senda boð um leið og eitthvað óvenjulegt á sér stað.
Stjórnstöðin er búin allt að þremur boðleiðum, á Etherneti og símkerfi.
Kerfið er einnig byggt til þess að standast erfið veðurskilyrði og getur starfað ef rafmagnsleysi verður. Langvarandi vararafhlöður tryggja að allt sé á verði sama hvað á dynur á öllum tímum sólarhringsins. Það hentar því einstaklega vel fyrir íslenskar aðstæður.
Verndaðu fyrirtækið með Ajax Fibra og upplifðu fullkomið öryggi.
Með úrval vandaðra og háþróaðra lausna, aðstoða fagaðilar okkar við að finna þá bestu fyrir hvern og einn.



Nortek er með innbrotaviðvörunina fyrir skrifstofuna, verksmiðjuna, gagnaverið o.s.fr.v.
Hafið samband við söluráðgjafa til að finna réttu vöruna fyrir ykkur.