Stóriðja

Nortek hefur í áraraðir þjónustað virkjanir og aðra stóriðju.
Við bjóðum upp á sérsniðnar öryggislausnir eins og brunaviðvörunarkerfi og eftirlitsmyndavélakerfi.

Brunakerfi

Hjá Nortek færð þú vönduð brunaviðvörunarkerfi sem standast ströngustu gæðakröfur og vinna í krefjandi aðstæðum.

Virkjanir og önnur stóriðja skal lögum samkvæmt uppfylla ströng skilyrði byggingareglugerðar um sjálfvirk brunaviðvörunarkerfi.
Hjá Nortek nýtum við áralanga reynslu sérfræðinga til að mæta þínum þörfum.

Neyðarmerkingar

Svo tryggja megi öryggi starfsmanna og þjónustuaðila við stóriðju er grundvallaratriði að hafa viðeigandi neyðarmerkingar á staðnum.
Hjá Nortek færð þú bæði upplýstar og sjálflýsandi neyðarmerkingar, ásamt laser merkingum á vinnuvélar.

oryggismerkingar
bts_productcard_sapphire_70_bar

Brunavarnir & Slökkvikerfi

Brunavarnir eru einn mikilvægasti liðurinn í því að halda starfsfólki öruggu.
Hjá Nortek vitum við að réttur búnaður getur bjargað mannslífum, og því bjóðum við aðeins upp á það besta.
Nortek bíður uppá sérsniðnar lausnir eftir þörfum á sviði slökkvikerfa. 

Aðgangsstýringar

Með aðgangsstýringu frá Nortek stjórnar þú aðgangi mismunandi svæða með öruggum hætti með öflugu heildstæðu kerfi.
Þú hefur fullkomna stjórn á aðgengi starfsmanna og þjónustuaðila með öruggu og notendavænu kerfi. Hægt er að skilgreina öryggisstig hvers svæðis fyrir sig, og hvort nota þurfi fleiri en eitt auðkenni á ákveðnum svæðum.

Öryggismyndavélar

Nortek býður upp á hágæða öryggismyndavélakerfi, sem við sérsníðum að þörfum virkjana og annarrar stóriðju.
Sérfræðingar í myndavélakerfum sjá til þess að þú fáir það kerfi sem hentar þér og þínum aðstæðum, en ganga úr skugga um að laga megi kerfið að breyttum aðstæðum þegar fram líða stundir.
Hjá Nortek göngum við úr skugga um að persónuverndalögum sé fylgt til hins ítrasta við öflun og úrvinnslu myndefnis.

Innbrotakerfi

Þegar kemur að vali um innbrotaviðvörun þarf að ákveða hvort kerfið skuli vera vírað að þráðlaust. Hvort um sig hefur sína kosti og galla, sem hafa ber í huga við þarfagreiningu á hverjum og einum stað fyrir sig.
Öryggisráðgjafar Nortek aðstoða þig við að finna réttu lausnina fyrir þig.

speedgate-brussels-airport-1

Hlið og bómur

Við stóriðju geta myndast svæði sem loka þarf fyrir óviðkomandi aðilum. Hlið, hliðslár, girðingar og fleira geta skipt sköpum til að tryggja öryggi á viðkvæmum svæðum.

Öryggissérfræðingar Nortek sjá til þess að þú fáir viðeigandi lausn fyrir þínar aðstæður, svo tryggja megi öryggi starfsmanna og utanaðkomandi aðila.

Griðastaður

Í hávaðasömu vinnuumhverfi er gott að geta boðið upp á griðastað. Góð hljóðvist og þægileg lýsing bætir einbeitingu og vellíðan. Griðastaður kemur sér einstaklega vel fyrir til dæmis fjarfundi eða aðra fundi á svæðum þar sem mikið erum truflanir í umhverfinu.

Solo_Huddle_Solo_White_Grey_Lof