Öryggislausnir fyrir hótel- og veitingageirann

Nortek býður upp á sérsniðnar heildarlausnir fyrir fyrirtæki í hótel- og veitingarekstri.
Sérsniðnar lausnir okkar samanstanda af hágæða tæknibúnaði, faglegri þjónustu og vörum sem hafa margsannað gildi sitt í öryggismálum.

Hjá okkur færð þú faglega ráðgjöf og aðstoð við að setja saman tæknilegar lausnir, sem uppfylla ströngustu gæðakröfur. 

Öryggisráðgjöf reyndra sérfræðinga, fjölbreytt vöruúrval og sérsniðin þjónusta gerir heildstæðar lausnir Nortek að hagkvæmum og öruggum kosti, hvort sem um er að ræða stóran eða smáan rekstraraðila

Previdia compact

Brunakerfi

Hjá Nortek færð þú vönduð brunaviðvörunarkerfi sem uppfylla þarfir fyrirtækja í rekstri hótela og veitingastaða

Hótel og veitingastaðir skulu uppfylla ströng skilyrði byggingareglugerðar um sjálfvirk brunaviðvörunarkerfi.
Hjá Nortek nýtum við áralanga reynslu sérfræðinga til að mæta þínum þörfum.

Slökkvikerfi

Á hótelum og veitingastöðum er mikilvægt að hafa öflugt slökkvikerfi í eldhúsum, svo hægt sé að framleiða ljúffengan mat, áhyggjulaust. Með háfakerfi frá Nortek stuðlar þú bæði að öryggi starfsfólks og gesta

linespot

Neyðarlýsing

Öryggi starfsmanna, hótelgesta og/eða viðskiptavina er gríðarlega mikilvægt.
Að hafa viðeigandi útgangsmerkingar og neyðarlýsingu skiptir sköpum og sérstaklega ef ske kynni að eldur kæmi upp á staðnum.

Nortek býður upp á hágæða neyðar- og útljós frá Teknoware, sem framleitt hefur vönduð og endingargóð ljós frá árinu 1972.

Neyðarmerkingar

Það er grundvallaratriði í öryggismálum að hafa viðeigandi neyðarmerkingar á hótelum og veitingastöðum.
Nortek er með hágæða öryggis- og leiðbeiningaskilti, slökkvikerfaskilti, ISPS stöðluð  skilti og endurljómandi kerfi. Hægt er að sérhanna og framleiða eftir óskum viðskiptavina okkar.

oryggismerkingar
P50-

Slökkvitæki

Nortek kappkostar við að bjóða upp á bestu mögulegu vörurnar fyrir sína viðskiptavini. Þess vegna seljum við Mobiak slökkvitæki – sem framleiða handslökkvitæki með meiri slökkvigetu, á hagstæðu verði. Þar sem Nortek er viðurkenndur þjónustuaðili handslökkvitækja getur þú gengið frá kaupum á slökkvitækjum og fengið þjónustusamning hjá okkur. Við sjáum til þess að allt sé með felldu, og þú andar léttar.

Aðgangsstýringar

Með aðgangsstýringu frá Nortek stjórnar þú aðgangi mismunandi svæða veitingastaðarins eða hótelsins með öruggum hætti með öflugu heildstæðu kerfi.
Þú hefur fullkomna stjórn á aðgengi starfsmanna, þjónustuaðila og hótelgesta með öruggu og notendavænu kerfi. Hægt er að skilgreina öryggisstig hvers svæðis fyrir sig, og hvort nota þurfi fleiri en eitt auðkenni á ákveðnum svæðum.

Öryggismyndavélakerfi

Nortek býður upp á hágæða eftirlitsmyndavélakerfi, sem við sérsníðum að þörfum hótela eða veitingastaða.
Sérfræðingar í myndavélakerfum sjá til þess að þú fáir það kerfi sem hentar þér og þínum aðstæðum, en ganga úr skugga um að laga megi kerfið að breyttum aðstæðum þegar fram líða stundir.
Hjá Nortek göngum við úr skugga um að persónuverndalögum sé fylgt til hins ítrasta við öflun og úrvinnslu myndefnis.

Innbrotakerfi

Þegar kemur að vali um innbrotaviðvörun þarf að ákveða hvort kerfið skuli vera vírað að þráðlaust. Hvort um sig hefur sína kosti og galla, sem hafa ber í huga við þarfagreiningu á hverjum og einum stað fyrir sig. Öryggisráðgjafar Nortek aðstoða þig við að finna réttu lausnina fyrir þitt hótel eða veitingastað

mtf-keyvisual@1x

Griðastaður

Griðastaður er frábær lausn til að bjóða möguleika á þægilegu rými til að njóta stundar, læra, eða vinna. Góð hljóðvist og þægileg lýsing bætir vellíðan og náin samskipti. Griðastaður kemur sér einstaklega vel fyrir til dæmis stefnumót, fundi, samskipti í gegnum fjarbúnað eða einfaldlega rými með góðri hljóðvist sem býður meiri frið og ró í amstri dagsins.

Skápakerfi

Við höfum langa og góða reynslu af því að útvega og setja upp hágæða skápa. Hjá okkur getur þú valið um lyklalausa lausn, eða skápa með hefðbundnu lyklakerfi. Með lyklalausri lausn tryggir þú öryggi persónulegra muna starfsfólks og gesta, án þess umstangs sem fylgir því að halda utan um alla lyklana.

img_5896-1024x683