Eldflokkar

Mismunandi gerðir slökkvimiðla henta mismunandi tegundum af eldsvoðum.

Til að notendur geti glöggvað sig á því hvað hentar hverju hafa verið gerðir sérstakir staðlar (eldflokkar).
Í Evrópu gilda eftirfarandi flokkar:

A – Eldar í föstum efnum, t.d. timbur, húsgögn og fatnaður.

B – Eldar í vökvum, t.d. bensín og jarðolíur.

C – Gaseldar.

D – Eldar í málmum, t.d. magnesíum. Mjög sérhæft, hægt að sérpanta slík tæki.

F – Eldar í feiti og steikingarolíu.

E - Rafmagnseldar, t.d. heimilistæki og tölvubúnaður.

Fáðu ráðgjöf fagaðila til að aðstoða þig við val á réttu slökkvitæki fyrir þig

 


Mikilvægt er að huga að þessum hlutum þegar velja á slökkvitæki þar sem sum geta verið gagnslaus eða jafnvel hættuleg á tiltekna elda.
Þess utan hafa þau mismikinn slökkvimátt, en það má sjá á tækjunum sem bókstaf og tölu.

Bókstafurinn = viðeigandi eldflokkur.
Talan = slökkvimáttur slökkvimiðils.

Slökkvitæki með 35A og 233B eru til dæmis nothæf á
A-elda (föst efni) og mjög gott á B-elda (vökva).

Duft

Dufttækin hafa löngum verið vinsæl enda alhliða slökkvitæki sem nota má á alla elda nema elda í málmum (D).

Nýjustu gerðir léttvatns hafa reyndar náð duftinu að styrkleika hvað slökkvimátt varðar, en þau eru þó ekki eins alhliða og dufttækin.

Duftið hefur þó sína ókosti, það er óþrifalegt við notkun og getur skemmt rafbúnað.

Þá er hætta á því að duftið „klumpi“ í botni tækisins, sér í lagi ef það er geymt þar sem titringur er fyrir hendi, t.d. í bátum. Því er gott að hreyfa dufttæki reglulega til að brjóta upp hugsanlega kekkjamyndun.

Athugið að duft slekkur illa glóð og því getur þurft að nota vatn/léttvatn í kjölfarið.


dufttæki mynd
léttvatn

Léttvatn

P50 léttvatns- og duftslökkvitækin eru nýjung á markaði. 

Þau virka á ABF elda og eru sérstök að því leiti að þau þarf aðeins að skoða á 10 ára fresti, í stað þess að þurfa árlega þjónustuskoðun.
Undir tækinu er segull sem hægt er að frjarlægja til að athuga þrýstinginn á tækinu.

 

Léttvatnstæki njóta aukinna vinsælda, enda hafa þau alla kosti vatns sem slökkvimiðils en ekki alla gallana.

Þannig má nota léttvatn á olíuelda, ólíkt vatni, enda myndar léttvatnið filmu ofan á olíunni sem hindrar aðkomu súrefnis.

Sömuleiðis leiðir léttvatn illa rafmagn og  má því nota það á rafmagnselda upp að 1000 V. í a.m.k. eins metra fjarlægð. Almenna reglan er þó að rjúfa alltaf straum áður en slökkvistarf hefst í kringum rafbúnað.

Léttvatns tæki verður að geymast í upphituðum rýmum, þar sem léttvatnið er 97% vatn og getur því auðveldlega frosið.

 

Kolsýra

Kolsýra er gastegund sem ryður andrúmslofti í burtu og hefur því kæfandi áhrif.

Kolsýran er mjög köld (sirka -80°C) þegar hún kemur úr tækinu og hefur því einnig kælandi áhrif.

Kolsýra er besti slökkvimiðill sem fæst á rafmagnselda og hún skemmir ekki út frá sér, ólíkt dufti.

Fyrir utan hinn mikla kulda ryður kolsýra súrefni í burtu og er því hættuleg fólki, sér í lagi í litlum rýmum.

Þá slekkur hún sömuleiðis illa glóð.

 

Kolsýra mynd
teppamynd (2)

Eldvarnarteppi

Eldvarnarteppi eiga að vera inni á hverju heimili, í hverju eldhúsi. 

Með auknum vinsæludum léttvatnstækja er mikilvægt að brunavarnir sem verka á olíuelda sé tiltækar, t.d. ef kvikna skyldi í pönnunni við eldamennsku. 

Þar kemur eldvarnarteppið sterkt inn, þar sem það kæfir allar gerðir elda.

Jafnframt er eldvarnarteppi einfalt í notkun og oft öruggara en slökkvitækin. 

Bæði þar sem það eru engar líkur á að velja slökkvimiðil sem kyndir undir eldinn, og því það er engin hætta á að þú feykir eldimatnum frá þér, eins og vill gerast ef slökkvitæki eru ekki notuð rétt.