Fyrirtækjalausnir

Nortek býður upp á öryggislausnir fyrir hvers kyns rekstur.
Hjá okkur færðu brunaviðvörunarkerfi, innbrotakerfi, eftirlitsmyndavélar, aðgangsstýringu og fleira.

Previdia compact

Brunavarnir

Hjá Nortek færð þú vandaðar brunavarnir sem uppfylla þarfir flestra fyrirtækja.

Atvinnuhúsnæði og opinberar byggingar skulu uppfylla ströng skilyrði byggingareglugerðar um sjálfvirk brunaviðvörunarkerfi.
Hjá Nortek nýtum við áralanga reynslu sérfræðinga til að mæta þínum þörfum.

Neyðarljós og merkingar

Svo tryggja megi öryggi starfsmanna og þjónustuaðila í fyrirtækjarekstri er grundvallaratriði að hafa viðeigandi neyðarljós og merkingar á staðnum.
Hjá Nortek færð þú neyðarljós, upplýstar og sjálflýsandi neyðarmerkingar, ásamt laser merkingu á vinnuvélar.

P50-

Slökkvitæki

Nortek kappkostar við að bjóða upp á bestu mögulegu vörurnar fyrir sína viðskiptavini. Þess vegna seljum við Mobiak slökkvitæki – sem framleiða handslökkvitæki með meiri slökkvigetu, á hagstæðu verði. 

Þar sem Nortek er viðurkenndur þjónustuaðili handslökkvitækja getur þú gengið frá kaupum á slökkvitækjum og fengið þjónustusamning hjá okkur. Við sjáum til þess að allt sé með felldu, og þú andar léttar.

Aðgangsstýringar

Með aðgangsstýringu frá Nortek stjórnar þú aðgangi mismunandi svæða fyrirtækisins eða stofnunarinnar með öruggum hætti með öflugu heildstæðu kerfi.

Þú hefur fullkomna stjórn á aðgengi starfsmanna og þjónustuaðila með öruggu og notendavænu kerfi.

Hægt er að skilgreina öryggisstig hvers svæðis fyrir sig, og hvort nota þurfi fleiri en eitt auðkenni á ákveðnum svæðum.

webimage-AF0CCA84-4D96-49BD-9141368EDDF32C3A

Öryggismyndavélar

Nortek býður upp á hágæða eftirlitsmyndavélakerfi, sem við sérsníðum að þörfum hvers og eins.
Sérfræðingar í okkar röðum sjá til þess að þú fáir það kerfi sem hentar þér og þínum aðstæðum, en ganga úr skugga um að laga megi kerfið að breyttum aðstæðum þegar fram líða stundir.
Hjá Nortek göngum við úr skugga um að persónuverndalögum sé fylgt til hins ítrasta við öflun og úrvinnslu myndefnis. 

Innbrotakerfi

Við bjóðum upp á bæði víruð og þráðlaus innbrotakerfi, en fyrir stofnanir og stærra húsnæði mælum við með víruðum kerfum.
Öryggisráðgjafar Nortek setja saman sérsniðna lausn að þínum þörfum, svo þú og skjólstæðingar þínir njóti öryggis við leik og starf.

mtf-keyvisual@1x

Hlið og bómur

Mikilvægt er að öryggishlið séu til staðar til að verja viðkvæm svæði fyrir óviðkomandi aðgangi. Nortek býður upp á öryggishlið, bómur, rennihlið, vængjahlið og öryggisgirðingar fyrir öll verkefni. Gsm hringjari, fjarstýringar, snjallforrit og aðgangsstýring eru meðal möguleika til stýringar á búnaðinum.

 

Griðastaður

Allt að 50% fólks á erfitt með að einbeita sér í opnu rými. Griðastaður er frábær lausn til að bjóða möguleika á þægilegra náms- eða vinnuumhverfi. Góð hljóðvist og þægileg lýsing bætir einbeitingu, afköst og vellíðan. Griðastaður kemur sér einstaklega vel fyrir til dæmis fjarfundi, vinnu, nám og fleira.