Griðastaður

Bættu afköst, einbeitingu og vellíðan með Griðastað.
Færanlegt og fallega hannað rými fyriri allar aðstæður.

Griðastaður

Með stöðugum breytingum á vinnuháttum og auðveldari fjarskiptum, er mikilvægt að hafa aðgang að rými sem styður við samskipti, einbeitingu og nýsköpun.

Griðastaður er orkugefandi rými sem hægt er að nýta á mismunandi hátt og við ýmsar aðstæður, svo sem vinnustöðum, skólum, veitingastöðum, viðburðum og fleira.

Hönnunin hefur það að markmiði að auka hljóðvist, sveigjanleika í notkun rýma, þægindi á fundum, einbeitingu og afkastagetu. Sérstök áhersla er sett á að auka vellíðan með því að hafa t.d. stjórn á hávaða og lýsingu.

Rými þar sem einstaklingar geta einbeitt sér, að vinnu sinni eða námi, án þess að verða fyrir áreiti í umhverfinu. Svo er hægt að færa Griðastað auðveldlega á milli svæða sem gerir hann að fullkominni lausn fyrir allar aðstæður.

Fáðu ráðgjöf fagaðila til að finna það sem hentar þínum aðstæðum.

Mismunandi útfærslur

Nook Klefi - Griðastaður fyrir einstaklinga, hannaður til að virka sem sjálfstæð eining eða í samsetningu. Auðvelt að flytja á milli staða og hentar vel fyrir fjarfundi, símtöl og til að auka einbeitingu við krefjandi verkefni. Fáanlegur með eða án hurðar.

Verð frá aðeins 990.000 kr

Nook Kofi - Griðastaður sem rúmar allt að 4 einstaklinga, fullkominn fyrir hópverkefni, minni fundi eða spjall í mötuneytinu. Fjarstýrð, stillanleg LED og RBG lýsing, innstungur, innbyggð geymsluhilla, tússtafla og fleiri möguleikar í boði.  

Verð frá aðeins 1.500.000 kr

Nook Skýli- Griðastaður sem býður marga möguleika. Opinn og færanlegur með tússtöflu að aftan fyrir hugmyndavinnu, skipulagningu o.fl. Einfalt að bæta í hvaða rými sem er og gera að persónulegu eða samnýttu athvarfi.

Samsetningar - Möguleikarnir eru endalausir, bæði hvað varðar útlit og hönnun.

Með samsetningum er hægt að bjóða upp á meiri fjölbreytni á rýmum sem nýtast allar á mismunandi hátt.

Einfalt og þægilegt að koma til móts við þarfir hvers og eins.

Nortek er með fullkominn Griðastað fyrir þitt umhverfi.
Róandi rými hannað til að mæta þörfum nútíma samfélags.
Við hjálpum þér að velja bestu útfærsluna fyrir þínar þarfir.