Fíkniefnapróf

  • 10 reita eiturlyfjapróf
  • Einfalt og hraðvirkt
  • Ekki hægt að falsa
  • Prófari kemur ekki í snertingu við sýni próftakans
  • Myndband
  • Fylgibréf með prófi

Framkvæmd

Þrep 1:   Látið próftakann skila sýnishorni í glasið.

Þrep 2:  Staðfestið að hitastigið sé innan marka á hitakvarðanum (32° – 38° Celsius).

Þrep 3:  Til að virkja prófið skal setja lokið á glasið og skrúfa það þétt á.

Þrep 4:  Fjarlægið merkimiðann. Ef glasinu fylgir notkunarpróf skal bera prófkvarða sýnishornsins við litaspjaldið. Ef litir prófkvarðans eru utan við það sem tilgreint er sem eðlilegt (normal) skal opna nýtt prófunarglas, fá nýtt sýnishorn og endurtaka prófið.

Þrep 5:  Lesið niðurstöður fíkniefnaprófsins þegar viðmiðunarlínurnar sjást greinilega.

Lyfjaheiti og skammstöfun

Kókaín (COC), Búprenofín (BUP), Maríúana (THC), Amfetamín (AMP), Benzodiazepines (BZO), Metadón (MTD)m Ecstasy (MDMA), Oxýkódon (OXY), Meta-amfetamín (MET), Morfín (MOP).

Viðmiðunarlínur eru línur sem birtast í prófunarreitnum við bókstafinn „C“ og gefa til kynna að prófið hafi verið framkvæmt og að það virki á réttan hátt.

Prófunarlínur eru línur sem birtast í prófunarreitunum með skammstöfunum lyfjaheitanna og gefa til kynna að umbrotsefni lyfs sé til staðar.

ATH: Ef prófunarlína birtist þá gefur það til kynna að sýnishornið sé neikvætt.  Það er aðeins þegar prófunarlínu vantar sem sýnishornið telst jákvætt.

Niðurstöður

Neikvæð niðurstaða
Neikvæð niðurstaða er gefin til kynna með „C“ viðmiðunarlínu og „T“ prófunarlínu fyrir hvert tilgreint lyf.

Neikvæð niðurstaða
Ef „C“ viðmiðunarlína er til staðar og mjög dauf „T“ prófunarlína birtist gefur það til kynna neikvæða niðurstöðu.  Sérhver vísbending um „T“ prófunarlínu er túlkuð sem neikvæð niðurstaða.

Jákvæð niðurstaða
Jákvæð niðurstaða er gefin til kynna þegar „C“ viðmiðunarlína er til staðar en engin „T“prófunarlína birtist. Bíða skal í 5 mínútur með lestur á jákvæðum niðurstöðum.

Ógild niðurstaða

Niðurstaðan er ógild þegar „C“ viðmiðunarlínu vantar alveg í einum eða fleiri prófunarreitum. Ef það gerist skal taka annað próf.

Áfengismælar

Alco-Sensor FST áfengismælirinn frá Intoximeter hefur fengið meðmæli frá Ríkislögreglustjóra

FST er hannað til að mæla fjölda fólks áreiðanlega á stuttum tíma

Nortek tekur að sér að yfirfara og kvarða áfengismæla árlega

Sýnatökubolli sparar rör

Sniffari getur mælt áfengismagn í opnu íláti

LCD skjár snýr að mælanda og veitir þægilegt og öruggt viðmót

Vottað: EN15964
Vörunúmer: 1760

Blástursrör

Kveikið á mælinum með því að halda stóra takkanum inni. Mælirinn sýnir nú hitastig og stöðu rafhlöðu. Þegar mælirinn hefur gefið frá sér tvö píp hljóð og á skjánum blikkar “blo” er hann tilbúinn til notkunar með blástursröri. Draga þarf djúpt andann og blása þéttingsfast í rörið í um það bil 4 sekúndur eða þar til mælirinn tekur sjálfkrafa sýni.  Nái viðkomandi ekki að blása nógu lengi má taka sýni sjálfur með því að ýta á stóra takkann.  (Ef láta á marga ökumenn blása í rör er hægt að fara í valmyndina og velja “rbl” en þá slekkur mælirinn ekki á sér á milli blástra.)

Sýnatökubolli

Haldið litla takkanum inni á meðan þið kveikið á mælinum með því að halda stóra takkanum inni. Þegar kviknar á mælinum fer hann inn í valmynd, “rcl” birtist á skjánum. Ýtið einu sinni á stóra takkann, PAS birtist á skjánum. Ýtið þá á litla takkann til að velja þá aðgerð. Mælirinn sýnir nú hitastig og stöðu rafhlöðu. Þegar mælirinn hefur gefið frá sér tvö píp hljóð er hann tilbúinn til notkunar með bolla.

Notið bollana til að spara rörakostnað.

Sniffari

Haldið litla takkanum inni á meðan þið kveikið á mælinum með stóra takkanum. Þegar kviknar á mælinum fer hann inn í valmynd. Ýtið einu sinni á stóra takkann, PAS birtist á skjánum. Ýtið þá á litla takkann til að velja þá aðgerð. Mælirinn sýnir nú hitastig og stöðu rafhlöðu. Þegar mælirinn hefur gefið frá sér tvö píp hljóð er hann tilbúinn til notkunar með bolla (sama viðmót og þegar sýnatökubollinn er notaður).

Gátlisti

rcl = Sýnir síðustu niðurstöðu.

PAS = Passive test mode (setjið bollann á mælinn og látið blása í bollann)

rbl = Roadblock test mode. Raðpróf, settu munnstykki á. Ýttu á ON til að hefja nýtt próf.

dig = Skipt á milli mælinga. Aðgerð til að skipta á milli “prómill” niðurstöðu og “Pass / Fail”

ACC = Accuracy Check. Notið ekki (tæknimenn eingöngu).

CAL = Calibration. Notið ekki (tæknimenn eingöngu)

dSr = Description. Notið ekki (tæknimenn eingöngu)

PF = Notið ekki (tæknimenn eingöngu).

Nortek er með áfengis- og fíkniefnaprófið fyrir þig og þína stofnun.
Hafið samband við söluráðgjafa til að finna réttu vöruna fyrir ykkur.