Heimilið
Við hjá Nortek skiljum að heimilið er griðarstaður fjölskyldunnar.
Þess vegna kappkostum við við að bjóða upp á öruggar og notendavænar lausnir fyrir einstaklinga.

Innbrotakerfi
Kerfið frá Ajax er snjallt og einfalt í notkun, en jafnframt vottað öryggiskerfi sem þú stjórnar með appi. Með Ajax færð þú sérsniðið kerfi að þínu heimili og þínum þörfum og sparar þér mánaðargjöldin. Allt frá einföldum lausnum, í snjalldósir og tengla sem leyfa þér að búa til reglur um hvenær skuli slökkna og kvikna á ljósum, eða öðrum raftækjum. Með Ajax er einfalt að byrja smátt, og bæta við kerfið eftir því sem hugurinn girnist.
Myndavélar
Það færist sífellt í aukarnar að fólk vilji myndavélar við og á heimilum sínum. Vélarnar frá Eufy eru einstaklega einfaldar í uppsetningu, og einfaldar í notkun. Þú fylgist með vélunum í Eufy appi, sem jafnframt sendir þér tilkynningu ef eitthvað óvænt kemur í mynd. Eufy vélarnar þekkja andlit og senda þér skýra mynd af þeim sem nálgast vélina. Útivélar Eufy eru með veðurvottun fyrir íslensk veðurskilyrði og eru því endingagóðar og öruggar.


Brunavarnir / Slökkvitæki og eldvarnarteppi
Brunavarnir eru einn mikilvægasti liðurinn í því að halda heimilinu öruggu. Hjá Nortek vitum við að réttur búnaður getur bjargað mannslífum, og því bjóðum við aðeins upp á það besta.