Öryggishlið

 

Nortek er umboðsaðili fyrir Bam Bormet á Íslandi sem hefur yfir 45 ára sérfræðiþekkingu í þróun, framleiðslu og uppsetningu hliða.
Við höfum okkar eigið innleiðingarteymi og bjóðum viðhaldsþjónustu á öllum búnaði.
Fjölbreyttar, öruggar lausnir fyrir allar aðstæður, einstaklinga og fyrirtæki.

Fáðu ráðgjöf fagaðila og við finnum rétta lausn.

Hliðslár

Rafknúnar hliðslár sem eru tilvalin í bílastæði, bílakjallara og vegi.
Hliðsláin frá okkur er háþróuð og sérhönnuð fyrir íslenskar
aðstæður en búið er að ganga frá rafkerfinu með íslenskt veðurfar í forgrunni.

Allir hlutar eru endingagóðir og tryggja langan endingartíma.
Komi til rafmagnsleysis eða bilunar er alltaf hægt að opna eða loka handvirkt.

Skáparnir samanstanda af samanbrotnum og soðnum stálplötum, aðgangshurð og loki sem hægt er að taka af.
Lokið er hallað til að koma í veg fyrir að óhreinindi safnist upp.
Skáparnir eru einnig upphitaðir og þéttir fyrir íslensk veðurskilyrði. 

Ef hliðslá er ekki notuð oft t.d. til að opna/loka inngangi,
er hægt að setja upp handvirka hliðslá.
Þegar plássið er takmarkað, eins og í neðanjarðarbílastæðum,
er hægt að setja upp felliarm eða lárétta hliðslá.

Lengd hliðslánna geta náð frá 2,0 m upp í 15 m.
Opnunartími er stillanlegur frá 1,5 sek upp í 10 sek.

Fáðu fagaðila okkar til að finna lausn sem hentar.

mcs25-bam-bormet-2
Rafstýrð hliðslá - MCS25
sanoma-mech-mcs51-
Rafstýrð hliðslá - MCS51
K2PRP3wW
lkGxKZXw

Rennihlið

Rennihliðin frá Bam Bormet eru gríðarlega góð til þess að loka svæðum alveg af.
Vernda fyrirtækjalóðir, iðnaðarsvæði og önnur svæði sem eru viðkvæm fyrir óviðkomandi aðgangi. 
Gaddar efst á hliðinu koma í veg fyrir að hægt sé að klifra yfir það. Einnig nær hliðið alveg út til beggja hliða fyrir enn betri lokun.
Yfirborðið er blásið og málmhúðað með hitatempraðri pólýesterhúð í ysta laginu.
Margar útfærslur og gerðir rennihliða eru í boði sem öll standast íslensk veðurskilyrði.

Fagaðilar okkar aðstoða þig við að finna bestu lausnina.

Hraðhlið

Hraðhlið eru tilvalin fyrir svæði þar sem mikið er um umferð og strangar öryggiskröfur.
Hraðhliðin eins og gefur til kynna, opnast og lokast mjög hratt eins og hliðslá, svo biðtími er í algjöru lágmarki. 
Við bjóðum mismunandi tegundir og gerðir hraðhliða sem standast íslensk veðurskilyrði. 
Fagaðilar okkar finna rétta lausn fyrir allar aðstæður. 

Snúningshlið

Snúningshlið henta einstaklega vel til að stýra umferð fólks.
Hliðin eru hjálpleg til að stýra aðgengi að til dæmis fyrirtækjum, stórviðburðum, íþróttaviðburðum, almenningsgörðum, frístundasvæðum og fleira.

Hliðin eru fáanleg í mörgum útfærslum og koma í heilu lagi.
Við finnum sérsniðna lausn fyrir allar aðstæður.

Einfalt snúningshlið 
Frábært kerfi til að stjórna aðgengi að stöðum sem hafa strangar reglur um hvaða fólk hefur heimild til að komast í gegn. 
Það er ekki möguleiki fyrir meira en einn aðila að komast inn á hverjum tíma.

Tæknilegar upplýsingar

- 15 sendingar/mín.
-  Þvermál: 1500m

Tvöfalt snúningshlið
Tveir aðilar komast í gegn í einu. 

Tæknilegar upplýsingar 

- 15 sendingar/mín

- Mál : 2400mm x 1200mm

Snúningshlið með hjólahliði
Þar sem hjólaumferð er vinsæl þá er þessi valkostur góður.

Tæknilegar upplýsingar

- 4 farþegar/mín
- Mál: 2445mm x 1350mm

 Snúningshlið stórt
Gefur gangandi vegfarendum lausa ferð í eina átt, jafnvel þótt þeir séu með innkaupakerru, hjólastól eða barnavagn. Þessi valkostur er vinsæll í almenningsgörðum, skemmtigörðum, sundlaugum, flugvöllum o.þ.h

Tæknilega upplýsingar

- 15 sendingar/mín
- Þvermál: 2500mm

Öryggisgirðingar

Í samstarfi  við LEGI bjóðum við upp á framúrskarandi úrval af girðingum fyrir allar aðstæður.
Legi R-fit hefur verið valin, af hópi sérfræðinga, sem besta varan í nútíma girðingasmíði. Nýstárleg tækni þeirra býður upp á hámarks öryggi, stöðugleika og skilvirkni. Háþróuð hönnun sem stenst allar gæðakröfur.
Girðingin er fljót og einföld í uppsetningu þar sem notaður er algjör lágmarksfjöldi íhluta. Allar girðingarnar henta vel fyrir íslensk veðurskilyrði og fást í ýmsum útfærslum og litum. 
Fagaðilar okkar aðstoða við að finna bestu lausnina.

IMG_4126
Systeem-R-Fit

Aðgangshlið

Nortek er sölu- og þjónustuaðili Cominfo á Íslandi.
Cominfo er framleiðandi á aðgangsstýringalausnum í hæsta gæðaflokki.
Við bjóðum margar tegundir af lausnum sem henta fyrirtækjum, stofnunum og öllum þeim sem vilja geta stýrt aðgengi inn eða út af ákveðnum svæðum.
Fagaðilar okkar hjálpa þér að finna rétta lausn.

Nortek hefur hlið, hliðslár og girðingar fyrir allar aðstæður.
Hafið samband við söluráðgjafa til að finna réttu vöruna fyrir ykkur.