Innbrotavarnir

Innbrotaviðvörunarkerfi geta komið í veg fyrir að dýrmætar eigur tapist eða skemmist.

Nortek er með lausnir sem henta heimilum og fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum.
Notendur nýta sér ýmist hinar einföldu þráðlausu eða víruðu lausnir sem við bjóðum upp á.
Við leggjum mikla áherslu á að búnaðurinn sé vottaður og standist allar öryggiskröfur.

Fáðu ráðgjöf fagaðila til að finna rétta lausn fyrir þig

Ajax Grunnpakkinn

AJAX - Öryggiskerfi

AJAX snjallöryggiskerfið er margverðlaunað í Evrópu og hentar bæði fyrirtækjum og einstaklingum. Notandi kerfisins getur sett það upp sjálfur og vaktað skilaboð og viðvaranir í gegnum snjallsímaforrit og greiðir þar af leiðandi ekkert mánaðargjald.

AJAX kerfið hentar einstaklega vel fyrir heimili, sumarbústaði, iðnaðarbil og jafnvel fyrirtæki. Til eru bæði þráðlausar og víraðar lausnir ásamt fjölbreyttu úrvali skynjara með Grade 2 vottun, sem bjóða hámarks öryggi og þægindi. 

Gallagher - Öryggiskerfi

Nortek er þjónustu- og hönnunaraðili Gallagher á Íslandi.
Fyrirtækið sérhæfir sig í heildstæðum og notendavænum öryggiskerfum sem standast allar gæðakröfur og eru með hæstu EN vottun. 

Samþætt innbrota- og aðgangskerfi veitir meira öryggi og veitir betri vernd á einfaldan og skilvirkan hátt. 

Einfalt, öruggt og þægilegt. Allt á einum stað

Gallagher_logo_Orange_1980x
webimage-AF554A5B-1BB4-41BF-AB9558025A04BA4B

Nortek er með innbrotaviðvörunina fyrir skrifstofuna, verksmiðjuna, gagnaverið o.s.fr.v.
Hafið samband við söluráðgjafa til að finna réttu vöruna fyrir ykkur.