VIÐ BJÓÐUM UPP Á ÖRYGGI

Nortek er leiðandi fyrirtæki í öryggislausnum og hefur verið frá stofnun fyrirtækisins árið 1996. Helstu vörur Nortek eru aðgangsstýringar, brunaviðvörunarkerfi, innbrotaviðvörunarkerfi, eftirlitsmyndavélakerfi og slökkvikerfi. Fyrir nokkrum árum var farið út í að bæta við öryggislausnum fyrir samgöngur, s.s. vegrið, hraðaskilti, vegmerkingar, radarmyndavélar, lyfja- og áfengispróf. Síðan í kjölfarið bættust við reyklúgur, reyktjöld og brunaþéttingar þar sem þörf var á þekkingu á lausnum sem hentuðu stórum byggingum og mikilvægi þess að reyklúgur, reyktjöld og burnaviðvörunarkerfi virki sem ein heild. Einnig hefur verið lögð áhersla á búnað sem fylgir aðgangsstýringum eins og hliðum, hliðslám og girðingum. Varaflgjafar hafa einnig skipað stóran sess í okkar vöruflóru. Nortek hefur allt frá upphafi leitast við að starfa með traustum og viðurkenndum aðilum sem margir hafa fylgt okkur allt frá byrjun.

Skoðið valmyndina að ofan til að sjá vöruúrval.