Fréttir, Ajax

Nýtt frá AJAX – Vatnsloki

Fjarstýrður vatnsloki frá AJAX sem stöðvar vatnsleka á 5 sek og getur því á auðveldan hátt komið í veg fyrir gífurlegt tjón.

Skemmdir í kjölfar vatnsleka eru algengustu tjónin hér á landi. Á hverjum degi verða að meðal tali um 20 tjón vegna vatnsleka.

WaterStop, vatnslokinn, lokar sjálfkrafa fyrir vatnið á 5 sek þegar vatnsnemi AJAX nemur vatnsleka. Hægt er að stýra honum í AJAX appinu, hvar og hvenær sem er, eða með takkanum á lokanum sjálfum. Einnig er hægt að búa til ákveðna reglu fyrir hann. Til dæmis láta hann loka fyrir vatnið ef að vatnsneminn virkjast við vatnsleka, þegar kerfið er sett á vörð eða á ákveðnum tíma sólarhrings.

Vatnslokinn samanstendur af hágæða vatnsloka og öflugu rafstýrikerfi. Þú getur stjórnað vatnslokanum og athugað stöðuna hvar sem er í heiminum. Allt sem þú þarft er nettenging og AJAX appið. Þú getur einnig búið til atburðarás til að loka fyrir vatnið á tilteknum tíma eða þegar kerfið er virkjað.

Stýribúnaðurinn er öflugur og getur lokað fyrir jafnvel stíflaðan ventil án þess að eiga á hættu við að skemma hann. Kerfið fylgist með aðstöðum allan sólarhringinn og getur starfað þótt rafmagnsleysi verður, á rafhlöðum eða varaafli.

Vatnslokinn virkar bæði á heitu og köldu vatni. Svo er hann með viðbótarvörn sem þolir mikinn straum og lætur vita um ofhitnun sem gerir bilanir enn fátíðari í rafstýringunni.

Þessi nýjung frá AJAX veitir hámarks öryggi þegar það kemur að lekavörnum í sumarbústaðnum, iðnaðarbilinu, fyrirtækinu eða heimilinu. Tilkynningar í rauntíma og hann lokar fyrir vatnið fyrir þig á meðan þú slakar á, ef upp kemur vatnsleki. Þetta gerist ekki mikið þægilegra en það.

Myndbandið hér að neðan sýnir virkni vatnslokans. Svo má alltaf heyra í fagaðilum okkar til að fá frekari upplýsingar og ráðgjöf.