Neyðarljósin frá finnska framleiðandanum Teknoware eru í hæsta gæðaflokki. Þeir hafa framleitt vönduð og endingargóð ljós frá 1972.

Neyðarlýsingu má skipta í tvennt: Útljós og leiðarlýsingu.

Útljós eru ljós sem sýna útgönguleiðir og eru sílogandi

Leiðarlýsing eru ljós sem kviknar á þegar rafmagn fer af húsnæðinu.
Hlutverk þeirra er að veita lágmarkslýsingu á flóttaleiðum svo fólk sjái fótum sínum forráð á leið sinni út.


Sjálfprófun

Neyðarljósin frá Teknoware eru með sjálfsprófun og þurfa því lítið viðhald, en þau gefa bilanir til kynna með litlum díóðuljósum.

Neyðarrafhlöður eru innbyggðar í hefðbundin neyðarljós, en einnig eru í boði svokölluð „centrally supplied“ neyðarljós þar sem miðlægur rafhlöðubúnaður myndar varaafl þeirra.

Þá er Teknoware sömuleiðis með Aalto línuna, en þar er um að ræða miðlægt, þráðlaust kerfi sem fylgist með ástandi allra ljósa og gefur reglulegar „skýrslur“ um ástand kerfisins.

Þannig verður neyðarlýsingarkerfi hluti af hússtjórnunarkerfi sem gjarnan er notað hjá stærri fyrirtækjum og stofnunum, verslunarmiðstöðvum osfrv.

Sérstaða Teknoware liggur þó í því, að fyrirtækið framleiðir neyðarljós með ofurþéttum, í stað rafhlaða líkt og hefðbundið er. Þessum rafhlöðum þarf að skipta út á uþb 3-4 ára fresti (oftar í ódýrari ljósum) en þéttaljósin frá Teknoware eru hins vegar með tíu ára ábyrgð og eiga ekki að þurfa neitt viðhald á þeim tíma. Þetta gerir það að völdum að þó þau séu dýrari í innkaupum eru þau ódýrari þegar upp er staðið.

Neyðarlýsing

Neyðarlýsing er hönnuð til að veita lágmarks lýsingu í viðkomandi rými. Neyðarlýsing er með eigin aflgjafa og kveikja á sér þegar rafmagn fer af. Teknoware býður upp á neyðarlýsingu fyrir allar tegundir eigna, s.s. hótel, flugvelli, söfn og skrifstofur. Hægt er að sérhanna neyðarljósin svo þau henti mismunandi hlutverkum. Hægt er að velja milli neyðarljósa með innbyggðum rafhlöðum, þéttum eða miðlægu rafhlöðukerfi. Einnig er í boði Aalto þráðlaust samskiptakerfi til að fylgjast með virkni ljósanna.

Linespot lýsa upp línu á göngum sem vísa veginn út.

Zonespot lýsa upp svæði.

 

esc-80

Útljós

Útljós (Emergency exit lights) eru hönnuð til að auðkenna útganga í myrkri eða reyk. Útljósin eru LED lýst. Öll hönnun og smíði er framkvæmd í verksmiðju Teknoware í Finnlandi, en vörur Teknoware uppfylla ströngustu gæðastaðla. Hægt er að velja milli neyðarljósa með innbyggðum rafhlöðum, þéttum eða miðlægu rafhlöðukerfi. Einnig er í boði Aalto þráðlaust samskiptakerfi til að fylgjast með virkni ljósanna.

 

Aalto

Með Aalto stýringu er um að ræða miðlægt, þráðlaust kerfi sem fylgist með ástandi allra ljósa og gefur reglulegar „skýrslur“ um ástand kerfisins. Þannig verður neyðarlýsingarkerfi hluti af hússtjórnunarkerfi sem gjarnan er notað hjá stærri fyrirtækjum og stofnunum, verslunarmiðstöðvum osfrv.

 

Neyðarmerkingar

Vottuðu sjálflýsandi merkingarnar frá Everlux eru hannaðar til að veita byggingum og skipum hámarksöryggi. Þær veita allar nauðsynlegar upplýsingar á skilvirkan máta sem getur bjargað lífum í neyðartilfellum.

Borðana er hægt að setja á gólf, handrið, veggi, hurðar og fleiri staði sem vísa á útgönguleið í myrkri. Til dæmis við eldsvoða og/eða mikla reyksöfnun þá sést illa til lofts og því geta borðarnir komið sér einstaklega vel til að fylgja að neyðarútgangi.

Okkar framleiðsla á endurljómandi á borðum fyrir flóttaleiðamerkingar eru samþykktar af DNV-GL í samræmi við evrópskar siglingareglugerðir og IMO res.A.752-189 og stuðst við ISO 15270:2010

 

 

 

IMG_5583
Myndin sýnir hvernig borðarnir sjást þegar myrkur er í rýminu. Svona merkingar geta bjargað mannslífum.

Öryggismerkingar

Svo tryggja megi öryggi starfsmanna og þjónustuaðila við stóriðju er grundvallaratriði að hafa viðeigandi neyðarmerkingar á staðnum.
Hjá Nortek færð þú bæði upplýstar og sjálflýsandi neyðarmerkingar, ásamt laser merkingu á vinnuvélar.

Nortek er með hágæða öryggis- og leiðbeiningaskilti, slökkvikerfaskilti, ISPS stöðluð skilti og endurljómandi kerfi. Hægt er að sérhanna og framleiða eftir óskum viðskiptavina okkar.

Allar vörur samræmast IMO/SOLAS reglugerðinni. Framleiðsla okkar og prentunarferli fylgir ISO 9001 og innra gæðaeftirlitskerfinu okkar. Til að viðhalda sem bestu gæðum og endingu prentast vörurnar á saltvatnsþolið ál.

Skiltin geta verið bæða endurljómandi og án endurljómunar.

Okkar framleiðsla á endurljómandi skiltum fyrir flóttaleiðamerkingar eru samþykktar af DNV-GL í samræmi við evrópskar siglingareglugerðir og IMO res.A.752-189 og stuðst við ISO 15270:2010

 

 

Hafið samband við fagaðila okkar til að finna réttu lausnina fyrir ykkur.