Brunaviðvörunarkerfi

Nortek hefur verið öflugur innflytjandi og þjónustuaðili vandaðra og viðurkenndra brunaviðvörunarkerfa hérlendis.
Allt frá einföldum, smáum kerfum upp í þau stærstu og flóknustu sem finnast hér á landi.

Inim Previdia MAX

Flaggskip Inim er Previdia stöðin, sem kynnt var til sögunnar um mitt ár 2017 eftir langt þróunarferli. Þessi stöð er tæknilega mjög fullkomin og möguleikarnir nánast endalausir. Tvennt er það þó sérstaklega sem gerir Previdia brunastöðina einstaka:

Módúlauppbygging

Ólíkt hefðbundnum brunastöðvum, þar sem íhlutir eru skrúfaðir fastir í stöðina og vírar svo tengdir í þá, er Previdia stöðin byggð upp af einingum – módúlum – með svokallaðri „hot swap“ virkni. Þetta þýðir að ef skipta þarf um íhlut eða bæta við þarf ekki að aftengja neitt eða afvirkja stöðina, heldur er nýr íhlutur settur í með allt í gangi. Öll forritun að baki íhlut sem skipt er um með þessum hætti helst inni í kerfinu og því þarf ekkert að eiga við forritun við útskipti íhluta.

„Backup“ örgjörvar

Í Previdia brunastöðinni er varaörgjörvi sem tekur við ef aðalörgjörvinn bregst. Sömuleiðis eru örgjörvar í öllum módúlum, sem nýtast í sama tilgangi. Þannig er nánast útilokað að kerfið detti nokkurn tíma út vegna bilunar í örgjörva, sem er mikið rekstraröryggi.

 

Möguleikarnir með Previdia MAX eru nánast endalausir. Hægt er að tengja saman mikinn fjölda stöðva og mynda net brunakerfa sem hægt er að hafa yfirsýn yfir og stýra frá hvort heldur einum stað eða mörgum. Með nettengingu er aukinheldur hægt að hafa yfirsýn og eftirlit með kerfinu í gegnum netið.

Þá er hægt að tengja eftirlitsmyndavélar við kerfið, þannig að um leið og skynjari virkjast þá kemur upp mynd frá viðkomandi svæði, þannig að meta má fljótt og örugglega hvort um hættuástand eða falsboð er að ræða.

Inim Previdia Compact

Previdia Compact er smærri og einfaldari útgáfan af Previda brunastjórnstöðunum. Einföld og þægileg 64 vistfanga stjórnstöð sem hentar vel við flestar aðstæður.

 

Rásarkerfi - Inim Smartline

SmartLine rásakerfin frá Inim henta vel á minni stöðum þar sem  fáir skynjarar eru til staðar og aðgengi að þeim gott. Slík kerfi eru ódýrasti kosturinn þegar kemur að viðurkendum brunaviðvörunarkerfum.

Smartline stöðin er fjögurra rása, en hægt er að fjölga rásum upp í allt að 20. Hver rás getur borið allt að 20 skynjara.

SmartLine

4 rásir, stækkanlegt í 20 rásir

Hver rás leyfir allt að 20 einingar

230Vac | 1.4A og 27.6Vdc | 2 x 7Ah, 12V rafhlöður

AutroSafe

AutroSafe er hágæða brunaviðvörunakerfi okkar fyrir stórar og flóknar byggingar. Frá því að það kom á markað árið 1999 hefur það sannað einstakan stöðugleika og áreiðanleika í meira en 15.000 uppsetningum um allan heim, allt frá hótelum til sjúkrahúsa og skemmtiferðaskipa.


SelfVerify® kerfisaðgerðin veitir kvarðaða og sjálfvirka sjálfsprófun á 24 klukkustunda fresti. Það prófar merkjaleiðina til stjórnstöðvar frá slaufueiningum og útgöngum. Þanning tryggir sjálfsprófið raunvirkni kerfisins.

https://autroworld.com/

 

AutroGuard Multiskynari

Nýji AutroGuard Multicriteria skynjari veitir nýja kynslóð tækni sem einfaldar uppsetningu og gangsetningu og eykur brunaöryggi.

Skynjarinn veitir áreiðanlega greiningu á einkennum mismunandi elds sem dregur verulega úr skynjunartíma og falsboðum sem og eykur notkunina til enn fleiri notkunarsvæða. Skynjarinn er stillanlegur fyrir hita, ljósi og/eða fjölskynjun, sem gerir honum kleyft að aðlaga sig eftir aðstæðum. .

 

AutroGuard Skynjara línan kemur í nokkrum gerðum sem aðlaga sig að aðstæðum. Líkt og td. með Innbyggðri Sírenu, Ljósgjafa eða Tali. AutroGuard gefur verulega lækkun á raflögnum og uppsetningarkostnaði – og hreinna útlit.

AutroMaster V

AutroMaster V er ný leið til að bæta öryggi, eftirlit og áhættustýringu. 

Í mikilvægum aðstæðum eru rýmingar eða neyðarviðbrögð, þjálfað starfsfólk, stillt verklag og upplýsingar í rauntíma ómetanlegt.

Með auðveldri uppsetningu og enga þörf fyrir sérhæft starfsfólk til að starfa, er AutroMaster V hentugur til að vernda flestar gerðir bygginga og notkunar, allt frá skólum og fjölbýlishúsum til sjúkrahúsa.

AutroMaster V veitir hágæða öryggi og áhættustjórnun, fínstillt til að framkvæma með AutroSafe og Autroprime brunaviðvörunarkerfum okkar.

Sveigjanlegur hugbúnaður veitir sérsniðna virkni fyrir hvaða uppsetningu sem er og enn meiri virkni er hægt að bæta við eftir uppsetningu.

Rásakerfi eru „gamaldags“ kerfi sem líkt og nafnið gefur til kynna byggjast upp á rásum, sem geta innihaldið allt að 20 skynjara. Rásakerfi eru mjög einföld og ódýr, en einn af ókostum þeirra er að ef skynjari bilar eða fer í gang veit maður ekki um hvaða skynjara er að ræða, eingöngu á hvaða rás hann er. Fyrir vikið getur bilanaleit orðið seinleg og kostnaðarsöm.

Vistfangskerfi (oft nefnd „addressukerfi“) eru hins vegar þannig upp byggð að hver og einn skynjari talar sjálfstætt við móðurstöðina og því er alltaf vitað hvar bilun eða virkjun skynjara hefur átt sér stað. Sömuleiðis bjóða vistfangskerfi upp á mikla forritunarmöguleika þannig að hægt er að sérsníða virkni kerfa eftir þörfum notenda. Þannig getur t.d. næmni skynjara verið mismunandi eftir svæðum eða tíma dags, svo eitthvað sé nefnt.

Brunakerfi fyrir skip

Einn af hættulegustu atburðum sem geta gerst í skipi er eldsvoði.
Því er mikilvægt að verða var við bruna sem allra fyrst, brunaviðvörunarkerfin frá Nortek tryggja skipum meira öryggi.

Salwico brunaviðvörunarkerfið er fáanlegt bæði sem rásakerfi og addressukerfi. Salwico kerfin eru í hæsta gæðaflokki.

Consilium stjórnstöð

Salwico brunaviðvörunarstjórnstöðvarnar eru alþjóðlega vottaðar og fáanlegar bæði sem rásakerfi og addressukerfi. Stjórnstöðin veitir gæða brunaviðvörun fyrir öll skip. Hægt er að tengja almennt viðvörunarkerfi við stöðina. Stjórnborðið er innifalið í stöðinni og veitir möguleikann á undirstöðvum á öðrum stöðum skipsins.

Consilium undirstöð

Undirstöðvar Salwico er hægt að setja upp á ýmsum stöðum skipsins. Þær virka sem fjartengdar stjórnstöðvar til að veita góða sýn yfir brunavarnir skipsins.

Reykskynjarar

Optískir reykskynjarar greina ljósið í rýminu og nema reyk.

Hitaskynjarar eru stilltir við ákveðið hitastig  (t.d. 58°-72°) og eru hentugir í rými þar sem hætta er á falsboðum, t.d. af völdum ryks eða gufu

Sökklar fást með sírenu eða rofa sem getur framkvæmt fyrirfram ákveðið verk við skynjun reyks

Allir vistfangsskynjarar frá Inim eru með innbyggðum einangrara, svo ekki er nauðsynlegt að vera með sérstaka einangrara á slaufunum.

Innbyggð einangrun gerir það að verkum að ef bilun verður í skynjara dettur aðeins sá skynjari út úr kerfinu, í stað allt að 20 áður.

Línuskynjarar

Fireray línuskynjarar

Þar sem erfiðar aðstæður eru fyrir hendi (t.d. vegna ryks eða raka) og/eða hátt til lofts, henta hefðbundir reyk-/hitaskynjarar illa. Þar getur lausnin verið að setja upp línuskynjara. Hann samanstendur af lítilli stjórnstöð sem höfð er á aðgengilegum stað, en í loftið fer skynjarahús og spegill/speglar.

Línuskynjarar tengjast við hefðbundnin brunaviðvörunarkerfi með inngangseiningum (I/O einingum) og virka því eins og hver annar skynjari, nema hvað línuskyjarinn dekkar svæði sem þyrfti marga hefðbundna skynjara til að dekka. (allt að 100m línu pr skynjara). Þetta lágmarkar vinnu í mikilli hæð, bæði við uppsetningu og viðhald búnaðar. Línuskynjarinn þolir auk þess raka og ryk mun betur en hefðbundnir skynjarar.

Reyksogskerfi

Securiton reyksogskerfi

Securiton er fremsti reyksogskerfaframleiðandinn á markaðinum.
Þegar aðstæður eru erfiðar og gerðar eru mjög miklar kröfur um stuttan viðbragðstíma kerfis, koma reyksogskerfin til sögunnar. Þessi kerfi kallast oft VESDA (Very Early Smoke Detection Apparatus), sem eins og nafnið gefur til kynna nemur reykagnir í lofti mun hraðar en hefðbundnir skynjarar. Fyrir vikið eru reyksogskerfi notuð þar sem mikið er í húfi, t.d. í gagnaverum, tölvusölum oþh.

Í grófum dráttum er reyksogskerfi stjórnstöð, sem stöðugt sýgur til sín loft í gegnum rör eða slöngulagnir. Loftið sem fer í gegnum stöðina er numið með leysigeisla, sem nemur brunaagnir í mun minna magni en önnur kerfi gera. Þannig er mögulegt að fá brunaviðvörun áður en eldur verður í raun laus, t.d. þegar hitaeinangrun er farin að hitna og gefa frá sér mjög fínan reyk.

Reyksogskerfin sem Nortek býður upp á eru frá svissneska framleiðandanum Securiton, sem framleiðir hágæða vöru. Hvert og eitt kerfi er sérframleitt eftir aðstæðum og óskum viðskiptavinar. Nortek hefur langa reynslu af þessum kerfum og þjónustu við þau.

Reyklosun

Hluti af brunavörnum í húsum eru reyklúgur og reyklosunarbúnaður.

Nortek, í samstarfi við þýska reyklúguframleiðandann Roda, býður upp á fullkominn reyklosunarbúnað sem hægt er að tengja við náttúrulega loftræstingu.

Reykeitrun er algengasta dánarorsök í eldsvoða. Undir loftinu safnast saman eldfimar lofttegundi og einnig leitar hiti og reykur upp. Við reyklosun er þessu hleypt út og um leið eykst skyggni í húsinu þannig að fólk á auðveldara með að komast út. Auk þess minnka hitaskemmdir í burðarvirkinu.

Náttúruleg loftræsting er leið til þess að hleypa inn fersku lofti og spara þannig loftræstingu. Með því að setja veðurstöð á hús er engin hætta á skemmdum vegna regns eða ofsaveðra. Hægt er að tengja saman hússtjórnarkerfi og náttúrulega loftræstingu.

Phoenix

Sveigjanlegar stærðir frá 1 m x 1 m til 2,5 m x 3 m

Hægt að nota í hversdagslegar loftræstingar

10,000 opnanir á hverja rafhlöðu

Varið gegn rakaskemmdum og leka

Val um gagnsæi

Smokejet

Tilvalið á hallandi þök og veggi

Sérsniðin stærð upp að 5,71 fermeter

Nortek er með reyklúgurnar fyrir skrifstofuna, verksmiðjuna, gagnaverið o.s.fr.v.
Hafið samband við söluráðgjafa til að finna réttu vöruna fyrir ykkur.