Brunavarnir

Brunavarnir eru lykilþáttur í öryggi fyrirtækja, heimila og skipa.

Nortek hefur verið öflugur innflytjandi og þjónustuaðili vandaðra, viðurkenndra bruna- og slökkvikerfa hérlendis.

Allt frá einföldum, smáum kerfum upp í þau stærstu og flóknustu sem finnast hér á landi.

Fagaðilar okkar veita ráðgjöf um hvernig kerfi hentar best fyrir hvert verk.

Brunakerfi

Nortek hefur verið leiðandi aðili í innflutningi og þjónustu á brunakerfum á Íslandi.

Við veljum einungis hágæða framleiðendur sem hægt er að treysta á og bjóðum upp á fjölbreytt úrval á kerfum sem er aðlagað að þörfum hvers og eins.

Fáðu ráðgjöf fagaðila til að finna réttu lausnina fyrir þig.

Previdia compact
slokkvitaekjapakkinn

Slökkvitæki og Eldvarnarteppi

Brunavarnir eru einn mikilvægasti liðurinn í því að halda heimilinu og fyrirtækinu öruggu. Hjá Nortek vitum við að réttur búnaður getur bjargað mannslífum, og því bjóðum við aðeins upp á það besta.

Slökkvikerfi

Fjölbreytt vöruúrval Nortek á slökkvikerfum gerir okkur kleift að bjóða viðskiptavinum okkar upp á sérsniðnar lausnir. Aðstæður við vinnslu sjávarauðlinda eða í stóriðju geta verið mjög krefjandi og sköpum getur skipt að slökkvikerfið standist ströngust kröfur, til að tryggja öryggi starfsmanna.

bts_productcard_sapphire_70_bar

Brunakerfi Skipa

Einn af hættulegustu atburðum sem geta gerst í skipi er eldsvoði.
Því er mikilvægt að verða var við bruna sem allra fyrst, brunaviðvörunarkerfin frá Nortek tryggja skipum meira öryggi.

Salwico brunaviðvörunarkerfið er fáanlegt bæði sem rásakerfi og addressukerfi. Salwico kerfin eru í hæsta gæðaflokki.

 

Undirstöðvar Salwico er hægt að setja upp á ýmsum stöðum skipsins. Þær virka sem fjartengdar stjórnstöðvar til að veita góða sýn yfir brunavarnir skipsins.
Brunaviðvörunarstjórnstöðvarnar eru alþjóðlega vottaðar og fáanlegar bæði sem rásakerfi og addressukerfi. Stjórnstöðin veitir gæða brunaviðvörun fyrir öll skip. Hægt er að tengja almennt viðvörunarkerfi við stöðina. Stjórnborðið er innifalið í stöðinni og veitir möguleikann á undirstöðvum á öðrum stöðum skipsins.

Optískur reykskynjari

Línuskynjari

Reykskynjarar

Optískir reykskynjarar greina ljósið í rýminu og nema reyk.

Hitaskynjarar eru stilltir við ákveðið hitastig  (t.d. 58°-72°) og eru hentugir í rými þar sem hætta er á falsboðum, t.d. af völdum ryks eða gufu

Sökklar fást með sírenu eða rofa sem getur framkvæmt fyrirfram ákveðið verk við skynjun reyks

Allir vistfangsskynjarar frá Inim eru með innbyggðum einangrara, svo ekki er nauðsynlegt að vera með sérstaka einangrara á slaufunum.

Innbyggð einangrun gerir það að verkum að ef bilun verður í skynjara dettur aðeins sá skynjari út úr kerfinu, í stað allt að 20 áður.

 

Línuskynjarar henta betur þar sem erfiðar aðstæður eru fyrir hendi (t.d. vegna ryks eða raka) og/eða hátt er til lofts.

Hann samanstendur af lítilli stjórnstöð sem höfð er á aðgengilegum stað, en í loftið fer skynjarahús og spegill/speglar.

Línuskynjarar tengjast við hefðbundnin brunaviðvörunarkerfi með inngangseiningum (I/O einingum) og virka því eins og hver annar skynjari, nema hvað línuskyjarinn dekkar svæði sem þyrfti marga hefðbundna skynjara til að dekka. (allt að 100m línu pr skynjara).

Þetta lágmarkar vinnu í mikilli hæð, bæði við uppsetningu og viðhald búnaðar. Línuskynjarinn þolir auk þess raka og ryk mun betur en hefðbundnir skynjarar.

Reyksogskerfi

Securiton er fremsti reyksogskerfaframleiðandinn á markaðinum.

Þegar aðstæður eru erfiðar og gerðar eru mjög miklar kröfur um stuttan viðbragðstíma kerfis, koma reyksogskerfin til sögunnar. Þessi kerfi kallast oft VESDA (Very Early Smoke Detection Apparatus), sem eins og nafnið gefur til kynna nemur reykagnir í lofti mun hraðar en hefðbundnir skynjarar. Fyrir vikið eru reyksogskerfi notuð þar sem mikið er í húfi, t.d. í gagnaverum, tölvusölum oþh.

Í grófum dráttum er reyksogskerfi stjórnstöð, sem stöðugt sýgur til sín loft í gegnum rör eða slöngulagnir. Loftið sem fer í gegnum stöðina er numið með leysigeisla, sem nemur brunaagnir í mun minna magni en önnur kerfi gera. Þannig er mögulegt að fá brunaviðvörun áður en eldur verður í raun laus, t.d. þegar hitaeinangrun er farin að hitna og gefa frá sér mjög fínan reyk.

Reyksogskerfin sem Nortek býður upp á eru frá svissneska framleiðandanum Securiton, sem framleiðir hágæða vöru. Hvert og eitt kerfi er sérframleitt eftir aðstæðum og óskum viðskiptavinar. Nortek hefur langa reynslu af þessum kerfum og þjónustu við þau.

Reyklosun

Hluti af brunavörnum í húsum eru reyklúgur og reyklosunarbúnaður.

Nortek, í samstarfi við þýska reyklúguframleiðandann Roda, býður upp á fullkominn reyklosunarbúnað sem hægt er að tengja við náttúrulega loftræstingu.

Reykeitrun er algengasta dánarorsök í eldsvoða. 
Undir loftinu safnast saman eldfimar lofttegundi og einnig leitar hiti og reykur upp.

Við reyklosun er þessu hleypt út og um leið eykst skyggni í húsinu þannig að fólk á auðveldara með að komast út.
Auk þess minnka hitaskemmdir í burðarvirkinu.

Náttúruleg loftræsting er leið til þess að hleypa inn fersku lofti og spara þannig loftræstingu.
Með því að setja veðurstöð á hús er engin hætta á skemmdum vegna regns eða ofsaveðra.
Hægt er að tengja saman hússtjórnarkerfi og náttúrulega loftræstingu.

Smokejet

smokejet_is_available_with_louvres_made_of_polycarbonate_multi-wall_panels__584_5756e52952d2
Tilvalið á hallandi þök og veggi. Sérsniðin stærð upp að 5,71 fermeter.

Phoenix

reyklga
Sveigjanlegar stærðir frá 1m x 1m til 2,5m x 3m. Hægt að nota í hversdagslegar loftræstingar. 10,000 opnanir á hverja rafhlöðu. Varið gegn rakaskemmdum og leka. Val um gagnsæi.