Vélgæslu- og upplýsingakerfi

Vélgæslu- og upplýsingakerfi skipa

Evolution V5 – Bylting í upplýsingakerfi skipa.

Rétta valið fyrir öll skip.

Evolution V5 er fimmta kynslóð vélgæslukerfa MCS, hágæðatenging hugbúnaðar og vélbúnaðar tryggir gott yfirlit og mikilvægt öryggi.

Varaaflgjafar

Varaaflgjafar skipa

Áreiðanlegur varaaflgjafi er lykilatriði í öryggi skips. Nortek er sölu og þjónustuaðili fyrir Eltek á Íslandi.
Eltek framleiðir hágæða og háþróaða aflgjafa sem eru vottaðir af helstu klassafyrirtækjum.

Skalanleiki, þéttleiki og skilvirkni þeirra gera þá að fullkomnum varaaflgjöfum, meðal annars fyrir fyrir skip.

Orkustjórnunarkerfi

Orkustjórnunarkerfin (Power Management Systems) frá DEIF eru sérhönnuð fyrir skip. Þau sjá til þess að öllum orkuskilyrðum sé fullnægt og viðhalda streymi orkunnar um skipið. Þau eru hönnuð til að vinna gegn rafmagnsleysi.

Nortek býður upp á allar gerðir orkustjórnunarkerfa fyrir skip.

Kallkerfi

Hljóðnemar

N-8610RM hljóðnemi.

Sveigjanleg samskipti við yfir 3,000 stöðvar.

Byggist á NX-100 hljóðkerfinu sem notar ekki meira en 130 kb/s.

Hægt að stjórna í gegnum sérstakan hugbúnað eða á vafra.

Forritunarlegt kerfi sem inniheldur m.a. 192 talsvæði og tímatengdar stillingar.

Stillanlegur háls sem leyfir snertilitla notkun.

Magnarar

TOA A-2240 magnari.

Sveigjanlegur magnari fyrir allar gerðir skipa.

Fimm tengingar, tvær auxiliary, tvær fyrir hljóðnema og ein fyrir síma.

Mic 1 veitir 21 V DC sem hægt er að slökkva og kveikja á.

Hátalaratengingar innihalda 70.7 V, 25 V og 4 ohm.

Hægt að nota Aux fyrir upptöku og aðra magnara.

Hátalarar

Skýrmælt skilaboð jafnt innan sem utan skipa.

Hátalarnir standast öll veðurskilyrði

Fást í þremur flokkum, 10W, 15W, 30W og 50W.

Auðvelt að festa á veggi, staura og í loft.

Gjallarhorn

Aftengjanlegur hljóðnemi sem hægt er að halda á.

15W til 23W.

6 C rafhlöður (9 klst ending).

Drægni: 400m (tal) / 500m lúður.

Bakteríuvörn fyrir handfang og hljóðnema.

Lauflétt.

Vítt tíðnisróf fyrir betri hljóðgæði.

Öryggisbúnaður

Björgunarvesti

SeaSafe Pro-Zip Specialist öryggisvestin eru framleidd í Bretlandi með þarfir og starfs-umhverfi sjómanna í huga. Mjög vönduð 170N vesti sem blásast sjálfkrafa út í vatni/sjó.

Hægt að setja AIS sendi í vestin (sjá Oceansignal neðar). Kápa SeaSafe vestanna er úr níðsterku nylon-efni (Wipe Clean), sem auðveldar þrif. Einnig er hægt að fá „vélstjóravesti“ með hitaþolinni kápu (Panotex).

Nortek er umboðsaðili SeaSafe á Íslandi, sem hefur framleitt öryggisvörur og fatnað fyrir sjómenn síðan 1966.

Hjálmar

Gecko hjálmarnir eru hannaðir til notkunar á sjó enda uppfylla þeir P.A.S. 028:2002 staðalinn (Maritime Safety Helmet) auk CE merkingar.

Hjálmarnir hafa löngum verið vinsælir hérlendis, jafnt meðal sjómanna og björgunarsveita, enda gera stillanlegir loftpúðar þá einstaklega þægilega og notendavæna.

Hægt er að fá hjálmana afgreidda með fjarskiptabúnaði.

Neyðarsendar

Nortek er umboðsaðili Oceansignal á Íslandi, en fyrirtækið framleiðir rafeindabúnað til neyðarsendinga á sjó. Í vörulínu þeirra eru m.a. frífljótandi neyðarbaujur (EPIRB), MOB neyðarsendar (AIS/DSC) sem t.d. má setja í uppblásanleg björgunarvesti, ratsjársvarar (SART) og GMDSS handtalstöðvar.

Til að auka öryggi þeirra sem eru einir við vinnu, t.d. í lestum eða vélarúmum skipa, býður Nortek upp á sérsniðna lausn. Þráðlaus sendir í vasa eða hálsól sendir merki í móttakara, sem getur einnig sent merki áfram í sírenu, blikkljós eða annan viðvörunarbúnað. Sendirinn dregur um 800m án hindrunar. Stálþil og þykkir steypuveggir eru vissulega mikil hindrun, en búnaðurinn hefur staðist prófanir hérlendis mjög vel.

Sjúkraherbergið

ShipMed býður upp á sjúkraherbergi fyrir skip sem veitir hágæða heilbrigðisþjónustu og eykur öryggi um borð. Sjúkraherbergið gerir skipum kleift að bjóða starfsfólki og gestum upp á svipaða þjónustu og fyrirfinnst á landi, s.s. aðgangur að nauðsynlegum lyfjum, læknabúnaði, greiningu, meðferð, læknisfjarhjálp (telemedicine).

ShipMed Design Tool er alhlið AutoCAD verkfæri til hönnunar sjúkraherbergja í skipum.

ShipMed Safety System er gæðastjórnunarkerfi fyrir sjúkraherbergi, kerfið sér til þess að birgðir séu nægar, lyf og tæki séu í réttu lagi og veitir kennslu á notkun tækjanna. Læknisaðstoð er einnig fáanleg í  gegnum fjarskiptatæki (telemedicine).

Læknir um borð og Lyfjakistan frá Nortek

 (í samstarfi við Medi3)
Nortek býður útgerðarfyrirtækjum upp á öryggisstjórnun starfsmanna um borð í skipum. Þær lausnir eru Læknir um borð og Rafræn lyfjakista. Með þeim lausnum er haldið utan um birgðir apóteksins um borð og tryggt gagnvirkt rauntímasamband við lækni í hljóð og mynd. Kerfið tryggir örugga yfirsýn yfir allar birgðir og tækjabúnað í sjúkraherbergi skipsins.

Þetta kerfi hefur fengið frábærar viðtökur í Noregi og er notað um borð í 80% skipa í olíuiðnaðinum og einnig eru fiskiskip, heilsugæslur og sjúkrastofnanir í síauknum mæli farin að nýta sér þessa þjónustu. Á Íslandi hafa fyrstu skipin hjá Samherja og Útgerðafélagi Akureyrar verið innleidd við mjög góðar viðtökur. Þá hefur Slysavarnaskóli sjómanna tekið kerfið upp og notar það við þjálfun yfirmanna.

Nortek leggur metnað sinn í að þjónusta þetta frábæra öryggiskerfi um borð í íslenskum skipum.

Rafræn lyfjakista

Kerfið heldur utan um birgðastöðu apóteksins og tryggir að rétt lyf séu ávallt til staðar í lyfjakistunni. Kerfið geymir allar upplýsingar um lyfin, s.s. skammtastærðir, notkunargildi og hvenær ekki skal nota þau en einnig til hvers þau voru notuð og í þágu hverra. Þá auðveldar kerfið yfirsýn yfir það magn sem til staðar er og hvenær lyf renna út. Hægt er að láta kerfið gefa viðvaranir tengdar birgðarstöðu eða líftíma hvers lyfs fyrir sig.

Lög og reglugerðir varðandi lyf og sjúkrabúnað um borð eru mismunandi eftir löndum en þetta kerfi lætur vita hvaða kröfur eru gerðar undir mismunandi flaggi. Kerfið auðveldar skipti á milli landa og lætur strax vita hvaða uppfærslur þurfi að eiga sér stað á lyfjakistunni þegar skip fer af einu flaggi yfir á annað.

Læknir um borð

Kerfið býður upp á öruggt og notendavænt myndsamband við lækni, hvort heldur er vegna slysa eða veikinda um borð. Þannig getur læknir í landi séð viðkomandi sjúkling í gegnum myndsamband og metið áverka eða sjúkdómseinkenni með eigin augum og eyrum, fremur en að fá lýsingu í gegnum tölvupóst, síma eða talstöð.

Þetta eykur líkurnar á að sjúklingur fái rétta meðferð, auk þess að létta mjög á skipstjóra/stýrimönnum sem „staðgengils“ læknis um borð. Kerfið er sett upp þannig að forgangur er fyrir kerfið á netsambandinu um borð í skipinu.

Nortek er með öryggisbúnaðinn fyrir skipið og bátinn.
Hafið samband við söluráðgjafa til að finna réttu vöruna fyrir ykkur.