Öryggisbúnaður fyrir sjávarútveg
Nortek hefur þjónustað fyrirtæki í sjávarútvegi í áraraðir.
Í sjávarútvegi á landi er mikilvægt að öryggi starfsmanna sé tryggt, hjá Nortek færð þú alhliðalausnir fyrir vinnslurýmið og fiskeldi.
Nánar upplýsingar um þjónustu við skip og báta má finna hér.

Brunakerfi og neyðarlýsingar
Öryggisráðgjöfum Nortek er fullljóst að mismunandi aðstæður kalla eftir ólíkum lausnum. Þess vegna bjóðum við upp á fjölbreytt úrval hágæða brunastjórnstöðva og skynjara, til að mæta þínum þörfum. Sama hvort þig vanti einfalda útfærslu brunaviðvörunarkerfis, eða kerfi sem þolir krefjandi aðstæður án þess að senda út ítrekuð falsboð, þá erum við með lausnina fyrir þitt fyrirtæki.
Neyðarlýsing er ekki síður mikilvæg í vinnslusölum, ef ske kynni að eldur kæmi upp. Hjá Nortek færð þú bæði upplýstar og sjálflýsandi neyðarmerkingar.
Slökkvikerfi
Fjölbreytt vöruúrval Nortek á slökkvikerfum gerir okkur kleift að bjóða viðskitpavinum okkar upp á sérsniðanar lausnir. Aðstæður við vinnslu sjávarauðlinda geta verið mjög krefjandi og sköpum getur skipt að slökkvikerfið standist ströngust kröfur, til að tryggja öryggi starfsmanna.


Aðgangsstýringar
Með aðgangsstýringu frá Nortek stjórnar þú aðgangi mismunandi svæða með öruggum hætti með öflugu heildstæðu kerfi.
Þú hefur fullkomna stjórn á aðgengi starfsmanna og þjónustuaðila með öruggu og notendavænu kerfi. Hægt er að skilgreina öryggisstig hvers svæðis fyrir sig, og hvort nota þurfi fleiri en eitt auðkenni á ákveðnum svæðum.
Öryggismyndavélakerfi
Nortek býður upp á hágæða eftirlitsmyndavélakerfi, sem við sérsníðum að þörfum fyrirtækja í sjávarútvegi. Hvort heldur sem um ræðir vinnslusali, löndun, slipp eða fiskeldi, þá sjá sérfræðingar í myndavélakerfum til þess að þú fáir kerfi sem hentar þínum fyrirtæki, en ganga jafnframt úr skugga um að laga megi kerfið að breyttum aðstæðum þegar fram líða stundir.
Hjá Nortek göngum við úr skugga um að persónuverndalögum sé fylgt til hins ítrasta við öflun og úrvinnslu myndefnis.
Skjámyndakerfi sem fylgist með rafmagnsnotkun og hitastigi í vinnslusal.


Innbrotakerfi
Þegar kemur að vali um innbrotaviðvörun þarf að ákveða hvort kerfið skuli vera vírað að þráðlaust. Hvort um sig hefur sína kosti og galla, sem hafa ber í huga við þarfagreiningu á hverjum og einum stað fyrir sig.
Öryggisráðgjafar Nortek aðstoða þig við að finna réttu lausnina fyrir þig.

