Sjávarútvegur

Nortek hefur þjónustað fyrirtæki í sjávarútvegi í áraraðir.
Við bjóðum upp á tæknidrifnar alhliða öryggislausnir í hæsta gæðaflokki fyrir skip, báta og sjávarútveg á landi.

Brunakerfi

Öryggisráðgjöfum Nortek er fullljóst að mismunandi aðstæður kalla eftir ólíkum lausnum. Þess vegna bjóðum við upp á fjölbreytt úrval hágæða brunastjórnstöðva og skynjara, til að mæta mismunandi þörfum. Sama hvort þig vanti einfalda útfærslu brunaviðvörunarkerfis, eða kerfi sem þolir krefjandi aðstæður án þess að senda út ítrekuð falsboð, þá erum við með lausnina.

Hjá Nortek færð þú sérsniðnar lausnir að þínu skipi eða bát. Kröfur sem gerðar eru til brunaviðvörunarkerfa um borð eru ólíkar þeim kröfum sem við gerum til brunaviðvarana á landi. Nortek hefur áralanga reynslu í uppsetningu og viðhaldi brunaviðvörunarkerfa í skipum og bátum, sem við nýtum til að veita þinni útgerð persónulega þjónustu. 

Neyðarmerkingar

Neyðarlýsing er gríðarlega mikilvæg til að vísa skipverjum á neyðarútganga eða að öryggisbúnaði. Jafnframt er þá hægt að ganga úr skugga um að útgönguleiðir séu greiðar og neyðarbúnaður aðgengilegur, ef á honum verður þörf.
Hjá Nortek færð þú bæði upplýstar og sjálflýsandi neyðarmerkingar.

Neyðarlýsing er ekki síður mikilvæg í vinnslusölum.

oryggismerkingar

Slökkvikerfi

Fjölbreytt vöruúrval Nortek á slökkvikerfum gerir okkur kleift að bjóða viðskiptavinum okkar upp á sérsniðnar lausnir. Aðstæður við vinnslu sjávarauðlinda geta verið mjög krefjandi og sköpum getur skipt að slökkvikerfið standist ströngust kröfur, til að tryggja öryggi starfsmanna.

ilp_fire

Öryggismyndavélar

Nortek býður upp á fjölbreytt úrval hágæða myndavélakerfa fyrir allar aðstæður. Þá má sérstaklega nefna myndavélakerfi sem henta einstaklega vel um borð í skipum og bátum.

Myndavélakerfi um borð í skipum eru jafnan frábrugðin þeim sem nýtast í landi. Ýmislegt við störf og aðstæður um borð gerir það að verkum að myndefni þarf að berast samstundis, og þolir ekki hökt (e. lag) á miðlun myndefnis.

 Sérfræðingar okkar í öryggismyndavélum setja saman sérsniðna lausn, svo gæta megi öryggis í vinnslusal, við löndun, fiskeldi eða öryggi skipverja á sjó.

b1c807f86fa0adcb38f75c494c6161c2
P50-

Slökkvitæki og eldvarnarteppi

Um borð í skipum og bátum er mikið af vélum og búnaði sem þarfnast sérstakra slökkvimiðla, ef upp skyldi koma eldur. Hjá Nortek færð þú sjóvottuð slökkvitæki, svo þú getir tryggt öryggi sjófara.

Varaaflgjafar skipa

Áreiðanlegur varaaflgjafi er lykilatriði í öryggi skips. Nortek er sölu og þjónustuaðili fyrir Eltek á Íslandi.
Eltek framleiðir hágæða og háþróaða aflgjafa sem eru vottaðir af helstu klassafyrirtækjum.

Skalanleiki, þéttleiki og skilvirkni þeirra gera þá að fullkomnum varaaflgjöfum, meðal annars fyrir fyrir skip.

Vélgæslu - og upplýsingakerfi

Evolution V5 – Bylting í upplýsingakerfi skipa.

Rétta valið fyrir öll skip.

Evolution V5 er fimmta kynslóð vélgæslukerfa MCS, hágæðatenging hugbúnaðar og vélbúnaðar tryggir gott yfirlit og mikilvægt öryggi.

 

Hlið og bómur

Mikilvægt er að öryggishlið séu til staðar til að verja viðkvæm svæði fyrir óviðkomandi aðgangi. Nortek býður upp á öryggishlið, bómur, rennihlið, vængjahlið og öryggisgirðingar fyrir öll verkefni. Gsm hringjari, fjarstýringar, snjallforrit og aðgangsstýring eru meðal möguleika til stýringar á búnaðinum.

 

Aðgangsstýringar

Með aðgangsstýringu frá Nortek stjórnar þú aðgangi mismunandi svæða með öruggum hætti með öflugu heildstæðu kerfi.

Þú hefur fullkomna stjórn á aðgengi starfsmanna og þjónustuaðila með öruggu og notendavænu kerfi. Hægt er að skilgreina öryggisstig hvers svæðis fyrir sig, og hvort nota þurfi fleiri en eitt auðkenni á ákveðnum svæðum.

 

00-featured-shipmed

Læknir um borð

Lausn sem heldur utan um birgðir apóteksins um borð og tryggir gagnvirkt rauntímasamband við lækni í hljóð og mynd.

Kerfið tryggir örugga yfirsýn yfir allar birgðir og tækjabúnað í sjúkraherbergi skipsins.

Öryggisbúnaður um borð

Nortek er með kallkerfi, neyðarsenda, hjálma, björgunarvesti og fleiri öryggisbúnað sem er nauðsynlegur í skipum og bátum.

Einnig erum við með Vélgæslu- og upplýsingakerfi sem tryggir gott yfirlit og mikilvægt öryggi um borð.

Innbrotakerfi

Þegar kemur að vali um innbrotaviðvörun þarf að ákveða hvort kerfið skuli vera vírað að þráðlaust. Hvort um sig hefur sína kosti og galla, sem hafa ber í huga við þarfagreiningu á hverjum og einum stað fyrir sig.
Öryggisráðgjafar Nortek aðstoða þig við að finna réttu lausnina fyrir þig.

Reyklúgur

Nortek, í samstarfi við þýska reyklúguframleiðandann Roda, býður upp á fullkominn reyklosunarbúnað sem hægt er að tengja við náttúrulega loftræstingu.

Reykeitrun er algengasta dánarorsök í eldsvoða. 
Undir loftinu safnast saman eldfimar lofttegundi og einnig leitar hiti og reykur upp.

Við reyklosun er þessu hleypt út og um leið eykst skyggni í húsinu þannig að fólk á auðveldara með að komast út.
Auk þess minnka hitaskemmdir í burðarvirkinu.

Náttúruleg loftræsting er leið til þess að hleypa inn fersku lofti og spara þannig loftræstingu.
Með því að setja veðurstöð á hús er engin hætta á skemmdum vegna regns eða ofsaveðra.
Hægt er að tengja saman hússtjórnarkerfi og náttúrulega loftræstingu.

reyklga

Nortek er með öryggisbúnaðinn fyrir skipið, bátinn, fiskeldið og fiskvinnsluna.
Hafið samband við söluráðgjafa til að finna réttu vöruna fyrir ykkur.