Öryggisbúnaður í skipum og bátum

Öryggi skipverja um borð á sjó er grundvöllur þess að hægt sé að gera út skip og báta.
Nortek býður upp á fjölbreyttar tæknidrifnar lausnir fyrir skip og báta af öllum stærðargráðum.

Brunaviðvörun og neyðarmerkingar

Hjá Nortek færð þú sérsniðnar lausnir að þínu skipi eða bát. Kröfur sem gerðar eru til brunaviðvörunarkerfa um borð eru ólíkar þeim kröfum sem við gerum til brunaviðvarana á landi. Nortek hefur áralanga reynslu í uppsetningu og viðhaldi brunaviðvörunarkerfa í skipum og bátum, sem við nýtum til að veita þinni útgerð persónulega þjónustu. 

Neyðarlýsing er ekki síður mikilvæg til að vísa skipverjum á neyðarútganga eða að öryggisbúnaði. Jafnframt er þá hægt að ganga úr skugga um að útgönguleiðir séu greiðar og neyðarbúnaður aðgengilegur, ef á honum verður þörf.
Hjá Nortek færð þú bæði upplýstar og sjálflýsandi neyðarmerkingar.

Öryggismyndavélar

Myndavélakerfi um borð í skipum eru jafnan frábrugðin þeim sem nýtast í landi. Ýmislegt við störf og aðstæður um borð gerir það að verkum að myndefni þarf að berast samstundis, og þolir ekki hökt (e. lag) á miðlun myndefnis.
Nortek býður upp á fjölbreytt úrval myndavélakerfa sem henta einstaklega vel um borð í skipum og bátum. Sérfræðingar okkar í öryggismyndavélum setja saman sérsniðna lausn, svo gæta megi að öryggi skipverja á sjó.

q6075se-angle-left-w-wallmount-2009
slkkvitki-lttvatn-6-l

Brunavarnir / Slökkvitæki og eldvarnarteppi

Um borð í skipum og bátum er mikið af vélum og búnaði sem þarfnast sérstakra slökkvimiðla, ef upp skyldi koma eldur. Hjá Nortek færð þú sjóvottuð slökkvitæki, svo þú getir tryggt öryggi sjófara.

00-featured-shipmed

Læknir um borð

Lausn sem heldur utan um birgðir apóteksins um borð og tryggir gagnvirkt rauntímasamband við lækni í hljóð og mynd.

Kerfið tryggir örugga yfirsýn yfir allar birgðir og tækjabúnað í sjúkraherbergi skipsins.