Öryggismyndavélar

Öryggismyndavélar Eufy
EufyCam eru háþróaðar, þráðlausar örggismyndavélar.
Einfaldar í uppsetningu og notkun.
Þú tengir vélina við app og færð tilkynningar í snjalltækið þitt þegar vélin nemur hreyfingu á vöktuðu svæði.
Gríðarlega góð hleðsluending er á myndavélunum og notuð er USB snúra til að hlaða þær.
Vélarnar hafa mjög góða veðurheldni og henta því vel fyrir íslenskar aðstæður.
Engin þörf á útköllum og engin mánaðargjöld.


Öryggismyndavélakerfi


Myndavélakerfi
Nortek býður einstaklega vandað úrval af öryggismyndavélakerfum.
Öryggismyndavélar er gríðarlega mikilvægur hluti þess að vernda fyrirtæki og eignir.
Kerfin eru með þeim betri sem eru á markaðnum í dag og standast hæstu öryggiskröfur.
Nánari upplýsingar um öryggismyndavélakerfi má finna hér.
Innbrotakerfi

Innbrotakerfi AJAX
Ajax er margverðlaunað öryggiskerfi í Evrópu og hentar bæði fyrirtækjum og einstaklingum.
Fyrir heimili
Þráðlaust innbrotakerfi sem er einfalt í uppsetningu og notkun.
Notandi getur sett það sjálfur upp og vaktað skilaboð og viðvaranir í gegnum app í snjalltækinu sínu.
Skynjarar eru tengdir við stjórnstöð (hub) og þú færð sent boð í snjalltækið þitt ef eitthvað óeðlilegt á sér stað.
Auðvelt er að byrja smátt og bæta svo við skynjurum eftir þörfum hvenær sem er.
Fyrir fyrirtæki
Ajax Fibra er háþróað vírað öryggiskerfi sem hentar betur fyrirtækjum.
Háþróaðir skynjarar senda boð um leið og eitthvað óvenjulegt á sér stað.
Kerfið er vírað en getur einnig tengst þráðlausum skynjurum.
Sjá má nánari upplýsingar um bæði kerfin hér


Nortek er með myndavélakerfið og innbrotakerfið fyrir fyrirtækið og heimilið
Hafið samband við fagaðila okkar til að finna réttu lausnina.