Slökkvikerfi


Nortek hefur í áraraðir hannað, sett upp, og þjónustað slökkvikerfi í skipum og stórum slökkvikerfum á landi.

Hjá Nortek vitum við að réttur búnaður getur bjargað mannslífum, og því bjóðum við aðeins upp á það besta.

Sérfræðingar hjá Nortek sjá til þess að þú fáir það kerfi sem hentar þér og þínum aðstæðum best.

Novec 1230

Novec 1230 er einfaldur og öruggur miðill sem má jafnt nota í slökkvikerfi fyrir vélarrými, tölvurými eða skjalageymslur. Það hentar því fyrir flestar aðstæður.
Einn af kostum efnisins Novec 1230 er að það er algjörlega skaðlaust fólki.
Kerfin eru lágþrýst, einföld í uppsetningu og taka lítið pláss.


FireTrace

Nortek er sölu- og þjónustuaðili FireTrace á Íslandi.

FireTrace notar hreinu slökkvimiðlana frá Novec, og bjóða upp á mismunandi útfærlsur á tengingu búnaðar.

Beint slökkvitæki

Beina FireTrace slökkvikerfið notar Firetrace Detection Tubing til eldskynjunar og dreifingar slökkvimiðils. Sá hluti slöngunnar sem er næstur heitasta hluta eldsins opnast og útbýr nokkurs konar stút fyrir slökkviefnið.

Þrýstingurinn lækkar í kjölfarið þegar slangan tæmir tankinn. Hægt er að nota fjölda Firetrace tanka til að verja stærra svæði. Novec 1230 er kjörið slökkvikerfi til að verja vélarými, gagnaver, enda veldur það hvorki skemmdum á rafbúnaði eða pappír.

Óbeint slökkvitæki

Óbeina FireTrace slökkvikerfið notar Firetrace Detection Tubing einungis sem eldskynjara. Líkt og með beina slökkvikerfið rifnar slangan þar sem eldurinn er heitastur en slökkviefnið kemur í gegnum koparrör, ryðfrí stálrör eða eldvarnarslöngur. Efninu er komið út um sérstaklega staðsetta stúta í rýminu.

Óbeina slökkvikerfið er hentugara í stærri rými.

Buckeye Háfakerfi

Slökkvikerfi fyrir iðnaðareldhús.

Hraðvirkt og öruggt kerfi sem kemur sér vel.
Einfalt í uppsetningu og notkun.
l

Nortek er með reyklúgurnar fyrir skrifstofuna, verksmiðjuna, gagnaverið o.s.fr.v.
Hafið samband við söluráðgjafa til að finna réttu vöruna fyrir ykkur.