Novec og Firetrace

Novec 1230 er einfaldur og öruggur miðill sem má jafnt nota í slökkvikerfi fyrir vélarrými, tölvurými eða skjalageymslur. Einn af kostum efnisins Novec 1230 er að það er skaðlaust fólki. Kerfin eru lágþrýst, einföld í uppsetningu og taka lítið pláss.

Nortek er sölu og þjónustuaðili fyrir FIRETRACE á Íslandi.

Hægt að tengja búnaðinn á nokkra vegu og einnig nota mismunandi slökkvigas.

Ráðgjöf og hönnun: Við veitum ráðgjöf við val kerfa. Einnig tökum við að okkur hönnun.

Uppsetning og þjónusta: Sérþjálfað starfsfólk fyrirtækisins sér um uppsetningu og þjónustuskoðanir.

Beint slökkvitæki

Beina Novec 1230 slökkvikerfið notar Firetrace Detection Tubing til eldskynjunar og dreifingar slökkvimiðils. Sá hluti slöngunnar sem er næstur heitasta hluta eldsins opnast og útbýr nokkurs konar stút fyrir slökkviefnið.

Þrýstingurinn lækkar í kjölfarið þegar slangan tæmir tankinn. Hægt er að nota fjölda Firetrace tanka til að verja stærra svæði. Novec 1230 er kjörið slökkvikerfi til að verja vélarými, gagnaver, enda veldur það hvorki skemmdum á rafbúnaði eða pappír.

Óbeint slökkvitæki

Óbeina Novec 1230 slökkvikerfið notar Firetrace Detection Tubing einungis sem eldskynjara. Líkt og með beina slökkvikerfið rifnar slangan þar sem eldurinn er heitastur en slökkviefnið kemur í gegnum koparrör, ryðfrí stálrör eða eldvarnarslöngur. Efninu er komið út um sérstaklega staðsetta stúta í rýminu.

Óbeina slökkvikerfið er hentugara í stærri rými.

Reyklosun

Hluti af brunavörnum í húsum eru reyklúgur og reyklosunarbúnaður.

Nortek, í samstarfi við þýska reyklúguframleiðandann Roda, býður upp á fullkominn reyklosunarbúnað sem hægt er að tengja við náttúrulega loftræstingu.

Reykeitrun er algengasta dánarorsök í eldsvoða. Undir loftinu safnast saman eldfimar lofttegundi og einnig leitar hiti og reykur upp. Við reyklosun er þessu hleypt út og um leið eykst skyggni í húsinu þannig að fólk á auðveldara með að komast út. Auk þess minnka hitaskemmdir í burðarvirkinu.

Náttúruleg loftræsting er leið til þess að hleypa inn fersku lofti og spara þannig loftræstingu. Með því að setja veðurstöð á hús er engin hætta á skemmdum vegna regns eða ofsaveðra. Hægt er að tengja saman hússtjórnarkerfi og náttúrulega loftræstingu.

Phoenix

Sveigjanlegar stærðir frá 1 m x 1 m til 2,5 m x 3 m

Hægt að nota í hversdagslegar loftræstingar

10,000 opnanir á hverja rafhlöðu

Varið gegn rakaskemmdum og leka

Val um gagnsæi

Smokejet

Tilvalið á hallandi þök og veggi

Sérsniðin stærð upp að 5,71 fermeter

Nortek er með reyklúgurnar fyrir skrifstofuna, verksmiðjuna, gagnaverið o.s.fr.v.
Hafið samband við söluráðgjafa til að finna réttu vöruna fyrir ykkur.