Öryggislausnir fyrir sveitarfélög
Nortek býður upp á fjölbreyttar og heildstæðar öryggislausnir fyrir sveitarfélög.
Okkar lausnir henta vel í skólabyggingar, öldrunar- og hjúkrunarheimili, íþróttamannvirki og sundlaugar
Brunaviðvörunarkerfi og neyðarlýsingar
Hjá Nortek færð þú vönduð brunaviðvörunarkerfi sem uppfylla þarfir stofnana sveitarfélaganna.
Opinberar byggingar skulu uppfylla ströng skilyrði byggingareglugerðar um sjálfvirk brunaviðvörunarkerfi.
Hjá Nortek nýtum við áralanga reynslu sérfræðinga til að mæta þínum þörfum.
Neyðarlýsing er ekki síður mikilvæg, ef ske kynni að eldur kæmi upp. Hjá Nortek færð þú bæði upplýstar og sjálflýsandi neyðarmerkingar
Slökkvikerfi
Við bjóðum upp á víðtækt úrval slökkvikerfa og slökkvitækja sem þurfa að vera tiltæk í opinberum byggingum.
Með aukinni notkun á smáraftækjum sem ganga á Lithium rafhlöðum hefur skapast þörf fyrir tæki sem slökkva elda sem upp koma í t.d. spjaldtölvum, farsímum og fartölvum.
Reyklosun
Öflugt reyklosunarkerfi er mikilvægur liður í skaðaminnkun á stofnunum, ef upp kemur eldur. Oft eru viðkvæmir hópar svo sem skólabörn, aldraðir, eða veikir einstaklingar inni á opinberum stofnunum, og því mikilvægt að draga úr skaða eftir fremsta kosti.
Brunavarnasérfræðingar Nortek setja saman heildstæða lausn fyrir þig, til að tryggja öryggi þeirra viðkvæmustu.
Aðgangsstýringar
Með aðgangsstýringu frá Nortek stjórnar þú aðgangi mismunandi svæða með öruggum hætti, með öflugu heildstæðu kerfi.
Þú hefur fullkomna stjórn á aðgengi starfsmanna, þjónustuaðila og gestkomandi, með öruggu og notendavænu kerfi.
Hægt er að skilgreina öryggisstig hvers svæðis fyrir sig, og hvort nota þurfi fleiri en eitt auðkenni á ákveðnum svæðum.
Myndavélakerfi
Nortek býður upp á hágæða eftirlitsmyndavélakerfi, sem við sérsníðum að þörfum stofnanna.
Sérfræðingar í myndavélakerfum sjá til þess að þú fáir það kerfi sem hentar þér og þínum aðstæðum, en ganga úr skugga um að laga megi kerfið að breyttum aðstæðum þegar fram líða stundir.
Hjá Nortek göngum við úr skugga um að persónuverndalögum sé fylgt til hins ítrasta við öflun og úrvinnslu myndefnis.
Skápakerfi
Við höfum langa og góða reynslu af því að útvega og setja upp hágæða skápa. Hjá okkur getur þú valið um lyklalausa lausn, eða skápa með hefðbundnu lyklakerfi.
Með lyklalausri lausn tryggir þú öryggi persónulegra muna starfsfólks og gesta, án þess umstangs sem fylgir því að halda utan um alla lyklana.