Aðgangsstýring

Nortek býður upp á hagkvæmar og skilvirkar lausnir aðgangsstýrikerfa í hæsta gæðaflokki.

Meira öryggi, betri yfirsýn og utanumhald um aðgengi.
Hvort sem það er lítið kerfi fyrir skrifstofuna eða stórt og flókið kerfi fyrir fyrirtækið, þá erum við með lausnina.

Fagaðilar okkar veita ráðgjöf og finna bestu lausnina fyrir þínar þarfir.

 

Gallagher

Nortek er þjónustu- og hönnunaraðili Gallagher á Íslandi.
Fyrirtækið sérhæfir sig í heildstæðum og notendavænum öryggiskerfum sem standast allar gæðakröfur og eru með hæstu EN vottun. 

Samþætt innbrota- og aðgangskerfi veitir meira öryggi og veitir betri vernd á einfaldan og skilvirkan hátt. 

Einfalt, öruggt og þægilegt. Allt á einum stað.

Skápakerfi

 Í samstarfi fyrirtækin Metra og Kupan bjóðum við upp á hágæða aðgangsstýrðar skápalausnir fyrir m.a. sundlaugar, heilsulindir og íþróttafélög.

Skáparnir eru sérsmíðaðir og hægt að velja um liti og áferð þeirra.
Kerfið er einfalt í notkun og býður meira öryggi.

Rafrænt lásakerfi í skápunum er hannað af Metra og með öruggri aðgangsstýringu er hægt að tryggja viðskiptavinum eða notendum geymslu á verðmætum ásamt því að rekstraraðili hefur meiri yfirsýn. 

Aðgangsstýrikerfi SALTO

SALTO er öflugt aðgangsstýrikerfi sem byggt er upp af bæði nettengdum og sjálfstæðum rafhlöðudrifnum læsingum.

Margar leiðir eru í boði til að opna hurðir og mikið úrval af lyklalausum leiðum til að gera upplifun notenda enn betri og bæta öryggi fyrir allar aðstæður.

Með hugbúnaði SALTO er hægt að hafa góða yfirsýn og stjórna aðgangskerfinu hvar og hvenær sem er. 

Hafið samband við söluráðgjafa til að finna réttu vöruna fyrir ykkur.