SALTO er fullkomið og öflugt Mifare aðgangsstýrikerfi (online og offline). Kerfið er byggt upp af bæði nettengdum og sjálfstæðum rafhlöðudrifnum lásum. Hægt er að opna hurð allt að 90.000 sinnum á hverri rafhlöðu. Rafhlöðudrifnir lásar þurfa ekki lagnir og passa í nánast allar tegundir hurða, ál, timbur og gler.

Með SALTO er einfalt að byrja smátt og bæta svo við einingum þegar fyrirtækið stækkar. Lásarnir henta á flest allar tegundir hurða fyrir skandinavískar og evrópskar skrár, en það eru þær tvær tegundir sem eru mest notaðar á Íslandi.

Veggjalesarar​

Val um kortalesara með eða án lyklaborðs. Nútímaleg hönnun.
Nettengdar einingar sem uppfærast við breytingar á aðgangi IP66

Skráarlesarar​

Mikið úrval lesara fyrir allskyns hurðir.
Fjöldi tegunda s.s. half cylinder, cylinder, double cylinder.

Handföng​

Til að aðgangsstýra einni hurð.
Einn rafhlöðudrifin lás, hugbúnað og kortaforritara til að stýra útgáfu aðgangskorta.

Salto Space​

Hugbúnaðurinn er hannaður til þess að notendur geti nýtt sér alla möguleika, stýrt fjölda hurða og notenda, svæðisskipta og tímastilla.

Búnaður

Þægilegur búnaður með aðgangsstýringunni.

  • Hægt að sérmerkja.
  • Hálsbönd með spólu.
  • Spóla fest við buxur.
  • Klemmur.
  • Kortahulstur.

Skápalæsingar

Skápar og skápalæsingar

Í samstarfi fyrirtækin Metra og Kupan bjóðum við upp á hágæða aðgangsstýrðar skápalausnir fyrir m.a. sundlaugar, heilsulindir og íþróttafélög.

Skáparnir eru sérsmíðaðir og býður Kupan upp á fjölda lita og áferða sem viðskiptavinir geta valið á skápa og hurðir. Kupan hannar og framleiðir einnig annan búnað sem til þarf í búningsklefa og sérsmíðar.

Rafrænt lásakerfi í skápunum er hannað af Metra og með öruggri aðgangsstýringu tryggir þú bæði gestum þínum geymslu á verðmætum og hefur sjálfur stjórn og yfirsýn á flæði viðskiptavina. Auk þess er hægt að tenga aðgangsstýringuna við greiðslugátt sem bíður viðskiptavinum upp á greiðslu á veitingum og annari þjónustu með einfaldri lausn.

Viðskiptavinir velja sér þann skáp sem hentar og eru vissir um að allar eigur eru öruggar í læstum skápum. Kerfið er einfalt í notkun og geta viðskiptavinir opnað skápinn eins oft og þörf krefur á meðan dvölinni stendur.

Hafið samband við söluráðgjafa til að finna réttu vöruna fyrir ykkur.