Gallagher Security Solutions

Nortek býður upp á heildstætt öryggiskerfi frá Gallagher.
Samþættar lausnir sem hafa hlotið hæstu EN vottun. 

Leiðandi í háöryggislausnum

Gallagher sérhæfir sig í samþættum öryggislausnum sem hafa fengið hæstu EN vottun. 

Lausnirnar eru hannaðar til að uppfylla allar öryggisþarfir fyrirtækja og stofnana og gerir þeim kleift að stjórna mörgum kerfum frá einum stað.

Sérþjálfað starfsfólk tæknideildar Nortek eru viðurkenndir uppsetningar- og hönnunaraðilar á öryggislausnum Gallagher. 

Framúrskarandi netöryggi er lykilþáttur starfseminnar og er Gallagher leiðandi aðili í þeim efnum.

Heildstætt öryggiskerfi

Gallagher býður upp á heildstæðar lausnir í öryggismálum.

Samþætt aðgangs- og innbrotakerfi veitir betri yfirsýn og gerir það erfiðara fyrir óviðkomandi aðila að komast að viðkvæmum svæðum. Skilvirkara kerfi sem verndar alla mikilvægu innviði fyrirtækja.

Með eiginleikum eins og snjallaðgengi, gestastjórnun, hágæða netöryggi og rauntímaeftirlit í snjallforriti hvar og hvenær sem er, getur þú verið viss um að þitt fyrirtæki sé verndað á vandaðan og skilvirkan hátt.

Öruggari innbrotavarnir

Hafðu það einfalt og skilvirkt með því að hafa aðgangs- og innbrotakerfi á einum stað.

Innbrotakerfið hefur marga eiginleika og með hæstu gæðavottanir, svo það hentar mjög vel fyrir hááhættusvæði og stofnanir af öllu tagi. Kerfið er vel varið fyrir árásum hvort sem það er á staðnum eða í gegnum netið. Með Gallagher kerfinu má fylgjast enn betur með því sem á gengur og fá nákvæmari upplýsingar. Einnig er hægt að tengja myndavélakerfi við Gallagher kerfið til að einfalda eftirlitið til muna. 

Gallagher öryggiskerfið er eitt besta samþætta öryggiskerfi sem er í boði í dag. Þegar þú ert með samþætt aðgangs- og innbrotakerfi hefur þú margfalt betri yfirsýn og enn betra öryggi. 

Snjallari aðgangsstýring

Farsímalausnir Gallagher bjóða upp á fleiri möguleika í aðgangsstýringu.
Notendur geta auðkennt sig og opnað / lokað hurðum með símanum sínum.

Hægt er að velja um tvíþætta auðkenningu í snjallforritinu sem bætir við öryggisþrepi til að fá aðgang, með fingrafari, andlitsgreiningu eða PIN númeri.

Auðvelt er að bæta við notendum og afturkalla aðgang að vild.

Hægt er að stjórna öryggiskerfinu úr snjalltæki og fylgjast með öryggismyndavélum, hafa umsjón með notendum og aðgengi þeirra. 

Einfalt og þægilegt, allt á einum stað. 

 

Netöryggi

Netöryggi er gríðarlega mikilvægur þáttur í öryggi fyrirtækja og stofnana í dag. 

Til að tryggja skilvirkni og áreiðanleika öryggiskerfa þarf að ganga úr skugga um að netöryggismál séu í lagi.

Netárásir eru alltaf að verða algengari og geta slíkar árásir valdið gríðarlegu tjóni fyrir fyrirtæki. Það er því mikilvægt að huga að netöryggi og vernda fyrirtæki gegn slíkum árásum. 

Gallagher hefur skilað ótrúlega góðum árangri í netöryggismálum og er leiðandi aðili í þróun aðgerða til að draga úr áhættu netárása. Þar má telja CAPSS og CPNI vottun.

45282813-00ff-46e1-aa79-b642d632e2bc

Gallagher Champion Business 2023

Nortek hlaut verðlaun frá Gallagher Security, Gallagher Champion Business 2023.

Gallagher Champion verðlaunin eru í hópi virðingarverðstu verðlauna frá Gallagher og aðeins veitt þeim sem hafa farið skrefinu lengra.

Nortek var hrósað sérstaklega fyrir magnaðan hóp af fólki sem hefur náð ótrúlegum árangri á stuttum tíma. Ekkert fyrirtæki hefur verið jafn fljótt að innleiða hugmyndafræði þeirra og keyra hana áfram á sínum markaði.

Forsvarsfólk Gallagher er gríðarlega sátt með okkar samstarf og þá vinnu sem við höfum þegar gert og veittu Nortek verðlaunin af fyllstu ánægju. 

Hafið samband við fagaðila okkar til að finna réttu lausnina fyrir ykkur.