Ajax, Fréttir & tilkynningar

Þarf ég öryggiskerfi?

Við mælum með því að fólk sé með öryggiskerfi.

Að vera með öryggiskerfi er gríðarlega mikilvægur þáttur í öryggi heimila og fyrirtækja.
Það kemur í veg fyrir þjófnað, innbrot og svo geta raka og reykskynjarar komið í veg fyrir kostnaðarsöm tjón fyrir heimili og fyrirtæki. 

Til eru margar gerðir öryggis og innbrotakerfa en mikilvægt er að ganga úr skugga um að kerfið sem verður fyrir valinu sé öruggt. Til dæmis að kerfið sé vottað og kanna hvort framleiðandi sé með viðurkenndan búnað og hann þróaður af fagfólki.

Öryggiskerfi geta komið í veg fyrir að kostnaðarsöm tjón af völdum innbrota eða annarra þátta eins og til dæmis vatnsleka.
Ef rakaskynjari er til staðar getur hann látið vita tafarlaust um fyrstu merki leka og koma þannig í veg fyrir mikið vatnstjón sem getur verið áhrifamikið og kostnaðarsamt fyrir heimili og fyrirtæki.

Sírenur geta fælt í burtu óboðna gesti og svo getur hreyfiskynjari með myndavél sent myndir beint til notanda þegar hreyfing verður á vöktuðu svæði. Með því er hægt að sleppa óþarfa ferðum á svæðið til að kanna aðstæður þegar skynjari sendir boð.

Hurðaskynjarar og rúðubrotsskynjarar eru einnig mikilvægir í innbrotavörn og svo lengi mætti telja.

Það borgar sig alltaf að vera með öryggið í fyrirrúmi.

Það hefur sannað sig í gegnum tíðina að merkingar um að öryggiskerfi sé til staðar á íbúðarhúsi eða í fyrirtæki fela í sér mikinn fælingarmátt.

Hægt er að setja upp hágæða innbrotakerfi strax í dag. Það þarf ekki að vera flókið að byrja.
Öryggiskerfið frá Ajax er til að mynda mjög einfalt í uppsetningu og notkun. Það er margverðlaunað öryggiskerfi í Evrópu og er með Grade 2 vottun.
Auðvelt er að fylgjast með kerfinu í snjallforriti og þar með engin þörf á útköllum. 
Það er auðvelt að byrja smátt og bæta svo við skynjurum hvenær sem er. 

Þú getur séð úrval af vörum frá Ajax hér á heimasíðunni og í netverslun.

AJAX Grunnpakkinn