Fréttir

Nortek er Framúrskarandi fyrirtæki

Við erum stolt af því að Nortek skuli vera meðal þeirra 2% fyrirtækja sem hljóta viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki ársins 2023.

Í rúm 10 ár hefur Creditinfo metið árangur og rekstur íslenskra fyrirtækja og veitt þeim fyrirtækjum viðurkenningu sem skara framúr á sínu sviði.

Til þess að hljóta þessa viðurkenningu þurfa fyrirtæki m.a. að hafa  skilað ársreikningi til RSK síðastliðin þrjú ár, vera í lánshæfisflokki 1-3, hafa sýnt jákvæðan rekstrarhagnað (EBIT) og jákvæða ársniðurstöðu þrjú ár í röð og eiginfjárhlutfall þarf að lágmarki að vera 20% þrjú rekstrarár í röð.  

Hjá Nortek fögnum við þessari viðurkenningu af mikilli ánægju og þökkum starfsfólki okkar heilshugar fyrir þá vinnu og árangur sem gerði okkur kleift að hljóta þessa virðulegu viðurkenningu og vera framúrskarandi. Gríðarlega mikið starf liggur að baki þessum áfanga og við munum svo sannarlega halda áfram að horfa fram á við.

Í 27 ár hefur Nortek verið í fararbroddi á öryggismarkaði og haft gæði og framúrskarandi þjónustu að leiðarljósi. Sú stefna heldur áfram óbreytt. Við munum áfram bjóða tæknivæddar öryggislausnir í fremstu röð sem standast ströngustu kröfur um gæði. Jafnframt munum við veita viðskiptavinum okkar persónulega og framúrskarandi þjónustu.