Aðgangstýrikerfi SALTO

Salto er öflugt aðgangsstýrikerfi sem býður meira öryggi og sveigjanleika í aðgangsstýringu.
Það er einfalt að byrja smátt og bæta við kerfið hvenær sem.

Fjölbreytt og skilvirkt aðgangsstýrikerfi

SALTO er fullkomið og öflugt Mifare aðgangsstýrikerfi (online og offline).

Kerfið er byggt upp af bæði nettengdum og sjálfstæðum rafhlöðudrifnum lásum. Rafhlöðudrifnir lásar þurfa ekki lagnir og passa í nánast allar tegundir hurða, ál, timbur og gler.

Með SALTO snjallaðgengi eru margar leiðir í boði til að opna hurðir og þar á meðal með stafrænum lykli. Það styður fjölbreytt úrval af lyklalausum leiðum til að gera upplifun notenda enn betri og bæta öryggi fyrir allar aðstæður.

Það er einfalt að byrja smátt og bæta við einingum hvenær sem er eftir þörfum.

 

Einfalt kerfi með góða yfirsýn

Hugbúnaðurinn frá SALTO er hannaður til þess að notendur geti nýtt sér alla frábæru eiginleika kerfisins. Eins og að stýra fjölda hurða, fjölda notenda, skipta upp svæðum og tímastilla aðgengi í rauntíma.

Hægt er að hafa fulla stjórn á öllum aðgerðum og eiginleikum hvar og hvenær sem er. Þá er hægt að fylgjast með atburðum, læsa hurðum eða loka fyrir notendur. Öllum hurðum og notendum á öllum stöðum stjórnað frá einum stað.

Sveigjanlegt, skilvirkt og áreiðanlegt aðgangsstýrikerfi sem býður góða yfirsýn og stjórnun, hvar og hvenær sem er. 

 

Lyklalaust aðgengi

Það er einfalt að skipta út lyklum fyrir snjallt lyklalaust aðgengi.

Kortalesarar eru nettengdar einingar sem uppfærast við breytingar á aðgangi. Þeir koma í bæði svörtu og hvítu og hægt er að velja um lesara með lyklaborði eða án.

Með því að skipta yfir í lyklalaust aðgengi fæst betri yfirsýn, þar sem auðvelt er að stýra því hvaða notendur hafa aðgang að ákveðnum hurðum. Læsingarnar ganga í flestar gerðir hurða og veita meira öryggi á einfaldan og skilvirkan hátt.

Allir lesarar frá SALTO eru með ryk og vatnsheldni, IP66, og henta því vel fyrir íslenskt veðurfar séu þeir utandya.

Þráðlaust og þægilegt

Hurðarhúnarnir eru frábærir til að skipta út lyklum fyrir alveg lyklalaust aðgengi, án þess að þurfa að skipta um hurðar og án mikillar fyrirhafnar.

Hurðarhúnarnir koma í mismunandi útfærslum og bjóða stílhreint og fallegt útlit.
Einnig eru þeir þráðlausir og því gríðarlega einfaldir í uppsetningu.

Í hurðarhúnum SALTO er einn rafhlöðudrifinn lás sem er hægt að opna allt að 90.000 sinnum á hverri rafhlöðu. 

Auðvelt er að stilla hverjir hafa aðgang að hvaða hurð eftir þörfum. 

Hafið samband við fagaðila okkar til að finna réttu lausnina fyrir ykkur.