BRUNAVARNIR

BRUNAVIÐVÖRUN

Nortek hefur verið öflugur innflytjandi og þjónustuaðili vandaðra og viðurkenndra brunaviðvörunarkerfa hérlendis, allt frá einföldum, smáum kerfum upp í þau stærstu og flóknustu sem finnast hér á landi.

Gróft á litið má skipta brunaviðvörunarkerfum í tvennt.

Rásakerfi eru „gamaldags“ kerfi sem líkt og nafnið gefur til kynna byggjast upp á rásum, sem geta innihaldið allt að 20 skynjara. Rásakerfi eru mjög einföld og ódýr, en einn af ókostum þeirra er að ef skynjari bilar eða fer í gang veit maður ekki um hvaða skynjara er að ræða, eingöngu á hvaða rás hann er. Fyrir vikið getur bilanaleit orðið seinleg og kostnaðarsöm.

Vistfangskerfi (oft nefnd „addressukerfi“) eru hins vegar þannig upp byggð að hver og einn skynjari talar sjálfstætt við móðurstöðina og því er alltaf vitað hvar bilun eða virkjun skynjara hefur átt sér stað. Sömuleiðis bjóða vistfangskerfi upp á mikla forritunarmöguleika þannig að hægt er að sérsníða virkni kerfa eftir þörfum notenda. Þannig getur t.d. næmni skynjara verið mismunandi eftir svæðum eða tíma dags, svo eitthvað sé nefnt.

RÁSAKERFI

INIM SMARTLINE

Brunaviðvörunarkerfi

SmartLine rásakerfin frá Inim henta vel á minni stöðum þar sem  fáir skynjarar eru til staðar og aðgengi að þeim gott. Slík kerfi eru ódýrasti kosturinn þegar kemur að viðurkendum brunaviðvörunarkerfum. Smartline stöðin er fjögurra rása, en hægt er að fjölga rásum upp í allt að 20. Hver rás getur borið allt að 20 skynjara.

SmartLine

4 rásir, stækkanlegt í 20 rásir

Hver rás leyfir allt að 20 einingar

230Vac | 1.4A og 27.6Vdc | 2 x 7Ah, 12V rafhlöður

VISTFANGSKERFI

INIM SMARTLIGHT

SmartLight brunaviðvörun

SmartLight eru einföld, einnar slaufu vistfangskerfi. Hver slaufa getur annað allt að 240 vistföngum (skynjarar, handboðar osfrv) en skv íslenskum reglum er hámarkið þó 127 vistföng. SmartLight er ódýrasti kosturinn þegar kemur að viðurkendum vistfangskerfum, er mjög auðvelt í uppsetningu og hentar í minni byggingar.

OpenLoop tækni leyfir öðrum vörumerkjum og öllum gerðum eininga að tengjast við slaufuna

1 slaufa leyfir allt að 240 einingar á 30 svæði með 4 undirstöðvar

230Vac | 1.4A og 27.6Vdc | 2 x 7Ah, 12V rafhlöður

325 mm x 325 mm x 80 mm og 3 kg

Vottað: EN54-2/EN54-4 og EN12094-1

INIM SMARTLOOP

SmartLoop brunaviðvörun

SmartLoop er tæknilega fullkomnara kerfi heldur en SmartLight, býður upp á fleiri forritunar– og tengimöguleika, ásamt því að gera verið allt að 8 slaufu kerfi. SmartLoop hefur verið notað mikið í stærri fyrirtækjum og stofnunum hérlendis, þmt á hótelum þar sem miklar kröfur eru gerðar og forrita þarf inn alls kyns breytur eftir aðstæðum, s.s. seinkanir á almennu brunaútkalli oþh.

Stöðin hefur 2 innbyggðar slaufur en styður allt að 8 slaufur sem hver um sig getur tengst allt að 240 einingum

Allt að 30 undirstöðvar

OpenLoop tækni leyfir öðrum vörumerkjum og öllum gerðum eininga að tengjast við slaufuna

Hægt að fá prentara

230Vac | 1.4A og 27.6Vdc | 2 x 17Ah, 12V rafhlöður

480mm x 470mm x 135mm og 8 kg

INIM PREVIDIA

previdia2
previdia

Flaggskip Inim er Previdia stöðin, sem kynnt var til sögunnar um mitt ár 2017 eftir langt þróunarferli. Þessi stöð er tæknilega mjög fullkomin og möguleikarnir nánast endalausir. Tvennt er það þó sérstaklega sem gerir Previdia burnastöðina einstaka:

Módúlauppbygging

Ólíkt hefðbundnum brunastöðvum, þar sem íhlutir eru skrúfaðir fastir í stöðina og vírar svo tengdir í þá, er Prrevidia stöðin byggð upp af einingum – módúlum – með svokallaðri „hot swap“ virkni. Þetta þýðir að ef skipta þarf um íhlut eða bæta við þarf ekki að aftengja neitt eða afvirkja stöðina, heldur er nýr íhlutur settur í með allt í gangi. Öll forritun að baki íhlut sem skipt er um með þessum hætti helst inni í kerfinu og því þarf ekkert að eiga við forritun við útskipti íhluta.

„Backup“ örgjörvar

Í Previdia brunastöðinni er varaörgjörvi sem tekur við ef aðalörgjörvinn bregst. Sömuleiðis eru örgjörvar í öllum módúlum, sem nýtast í sama tilgangi. Þannig er nánast útilokað að kerfið detti nokkurn tíma út vegna bilunar í örgjörva, sem er mikið rekstraröryggi.

Möguleikarnir með Previdia eru nánast endalausir. Hægt er að tengja saman mikinn fjölda stöðva og mynda net brunakerfa sem hægt er að hafa yfirsýn yfir og stýra frá hvort heldur einum stað eða mörgum. Með nettengingu er aukinheldur hægt að hafa yfirsýn og eftirlit með kerfinu í gegnum netið.

Þá er hægt að tengja eftirlitsmyndavélar við kerfið, þannig að um leið og skynjari virkjast þá kemur upp mynd frá viðkomandi svæði, þannig að meta má fljótt og örugglega hvort um hættuástand eða falsboð er að ræða.

REYKSKYNJARAR OG SÖKKLAR

ed100
eb0010-inim

Optískir reykskynjarar greina ljósið í rýminu og nema reyk

Hitaskynjarar eru stilltir við ákveðið hitastig  (t.d. 58°-72°) og eru hentugir í rými þar sem hætta er á falsboðum, t.d. af völdum ryks eða gufu

Sökklar fást með sírenu eða rofa sem getur framkvæmt fyrirfram ákveðið verk við skynjun reyks

Allir vistfangsskynjarar frá Inim eru með innbyggðum einangrara, svo ekki er nauðsynlegt að vera með sérstaka einangrara á slaufunum.

Innbyggð einangrun gerir það að verkum að ef bilun verður í skynjara dettur aðeins sá skynjari út úr kerfinu, í stað allt að 20 áður.

LÍNUSKYNJARAR

Fireray línuskynjarar

Þar sem erfiðar aðstæður eru fyrir hendi (t.d. vegna ryks eða raka) og/eða hátt til lofts, henta hefðbundir reyk-/hitaskynjarar illa. Þar getur lausnin verið að setja upp línuskynjara. Hann samanstendur af lítilli stjórnstöð sem höfð er á aðgengilegum stað, en í loftið fer skynjarahús og spegill/speglar.

Línuskynjarar tengjast við hefðbundnin brunaviðvörunarkerfi með inngangseiningum (I/O einingum) og virka því eins og hver annar skynjari, nema hvað línuskyjarinn dekkar svæði sem þyrfti marga hefðbundna skynjara til að dekka. (allt að 100m línu pr skynjara). Þetta lágmarkar vinnu í mikilli hæð, bæði við uppsetningu og viðhald búnaðar. Línuskynjarinn þolir auk þess raka og ryk mun betur en hefðbundnir skynjarar.

Brunavarnir

REYKSOGSKERFI

Securiton reyksogskerfi

Önnur lausn þar sem aðstæður eru erfiðar og/eða gerðar eru mjög miklar kröfur um stuttan viðbragðstíma kerfis, koma reyksogskerfin til sögunnar. Þessi kerfi kallast oft VESDA (Very Early Smoke Detection Apparatus), sem eins og nafnið gefur til kynna nemur reykagnir í lofti mun hraðar en hefðbundnir skynjarar. Fyrir vikið eru reyksogskerfi notuð þar sem mikið er í húfi, t.d. í gagnaverum, tölvusölum oþh.

Í grófum dráttum er reyksogskerfi stjórnstöð, sem stöðugt sýgur til sín loft í gegnum rör eða slöngulagnir. Loftið sem fer í gegnum stöðina er numið með leysigeisla, sem nemur brunaagnir í mun minna magni en önnur kerfi gera. Þannig er mögulegt að fá brunaviðvörun áður en eldur verður í raun laus, t.d. þegar hitaeinangrun er farin að hitna og gefa frá sér mjög fínan reyk.

Reyksogskerfin sem Nortek býður upp á eru frá svissneska framleiðandanum Securiton, sem framleiðir hágæða vöru. Hvert og eitt kerfi er sérframleitt eftir aðstæðum og óskum viðskiptavinar. Nortek hefur langa reynslu af þessum kerfum og þjónustu við þau.

CONSILIUM BRUNAVIÐVÖRUN SKIPA

Einn af hættulegustu atburðum sem geta gerst í skipi er eldsvoði. Því er mikilvægt að verða var við bruna sem allra fyrst, brunaviðvörunarkerfin frá Nortek tryggja skipum meira öryggi.

Salwico brunaviðvörunarkerfið er fáanlegt bæði sem rásakerfi og addressukerfi. Salwico kerfin eru í hæsta gæðaflokki.

CONSILIUM STJÓRNSTÖÐ

Brunavörn skip

Salwico brunaviðvörunarstjórnstöðvarnar eru alþjóðlega vottaðar og fáanlegar bæði sem rásakerfi og addressukerfi. Stjórnstöðin veitir gæða brunaviðvörun fyrir öll skip. Hægt er að tengja almennt viðvörunarkerfi við stöðina. Stjórnborðið er innifalið í stöðinni og veitir möguleikann á undirstöðvum á öðrum stöðum skipsins.

CONSILIUM UNDIRSTÖÐ

Brunaviðvörunarundirstöð fyrir skip

Undirstöðvar Salwico er hægt að setja upp á ýmsum stöðum skipsins. Þær virka sem fjartengdar stjórnstöðvar til að veita góða sýn yfir brunavarnir skipsins.

SLÖKKVIBÚNAÐUR

SLÖKKVITÆKI

ELDFLOKKAR

Mismunandi gerðir slökkvimiðla henta mismunandi tegundum af eldsvoðum og til að notendur geti glöggvað sig á því hvað hentar hverju hafa verið gerðir sérstakir staðlar (eldflokkar). Í Evrópu gilda eftirfarandi flokkar:

A – Eldar í föstum efnum, t.d. timbur, húsgögn og fatnaður.

B – Eldar í vökvum, t.d. bensín og jarðolíur.

C – Gaseldar.

D – Eldar í málmum, t.d. magnesíum. Mjög sérhæft, hægt að sérpanta slík tæki.

F – Eldar í feiti og steikingarolíu.

Rafmagnseldar, t.d. heimilistæki og tölvubúnaður.

Mikilvægt er við val á slökkvitæki að huga að þessum hlutum, því sum slökkvitæki geta verið gagnslaus og jafnvel hættuleg á tiltekna elda, t.d. vatn á málm-, rafmagns-, feiti- eða olíuelda. Þess utan hafa þau mis mikinn slökkvimátt, en það má sjá á tækjunum sem sambland af bókstaf og tölu. Bókstafurinn er þá viðeigandi eldflokkur en talan slökkvimáttur slökkvimiðilsins, þar sem slökkvimátturinn er meiri eftir því sem talan er hærri. Þannig er slökkvitæki með 35A og 233B t.d. nothæft á A-elda (föst efni) og mjög gott á B-elda (vökvar).

Leitið ráða hjá sölumönnum okkar ef einhverjar spurningar eru varðandi val á slökkvitæki.

Slökkvitæki Duft 6 Kg

DUFTSLÖKKVITÆKI

Dufttækin hafa löngum verið vinsæl enda alhliða slökkvitæki sem nota má á alla elda nema elda í málmum (D).

Nýjustu gerðir léttvatns hafa reyndar náð duftinu að styrkleika hvað slökkvimátt varðar, en þau eru þó ekki eins alhliða og dufttækin.

Duftið hefur þó sína ókosti, það er óþrifalegt við notkun og getur skemmt rafbúnað.

Þá er hætta á því að duftið „klumpi“ í botni tækisins, sér í lagi ef það er geymt þar sem titringur er fyrir hendi, t.d. í bátum. Því er gott að hreyfa dufttæki reglulega til að brjóta upp hugsanlega kekkjamyndun.

Athugið að duft slekkur illa glóð og því getur þurft að nota vatn/léttvatn í kjölfarið.

Slökkvitæki Léttvatn 6 L

LÉTTVATNSSLÖKKVITÆKI

Léttvatnstæki njóta aukinna vinsælda, enda hafa þau alla kosti vatns sem slökkvimiðils en ekki alla gallana.

Þannig má nota léttvatn á olíuelda, ólíkt vatni, enda myndar léttvatnið filmu ofan á olíunni sem hindrar aðkomu súrefnis.

Sömuleiðis leiðir léttvatn illa rafmagn og  má því nota það á rafmagnselda upp að 1000 V. í a.m.k. eins metra fjarlægð. Almenna reglan er þó að rjúfa alltaf straum áður en slökkvistarf hefst í kringum rafbúnað.

Léttvatns tæki verður að geymast í upphituðum rýmum, þar sem léttvatnið er 97% vatn og getur því auðveldlega frosið. Hægt er að fá léttvatn með frostlegi sé þess óskað.

KOLSÝRUSLÖKKVITÆKI

Kolsýra er gastegund sem ryður andrúmslofti í burtu og hefur því kæfandi áhrif.

Kolsýran er mjög köld (sirka -80°C) þegar hún kemur úr tækinu og hefur því einnig kælandi áhrif.

Kolsýra er besti slökkvimiðill sem fæst á rafmagnselda og hún skemmir ekki út frá sér, ólíkt dufti.

Fyrir utan hinn mikla kulda ryður kolsýra súrefni í burtu og er því hættuleg fólki, sér í lagi í litlum rýmum.

Þá slekkur hún sömuleiðis illa glóð.

NOVEC OG FIRETRACE

Novec 1230 er einfaldur og öruggur miðill sem má jafnt nota í slökkvikerfi fyrir vélarrými, tölvurými eða skjalageymslur. Einn af kostum efnisins Novec 1230 er að það er skaðlaust fólki. Kerfin eru lágþrýst, einföld í uppsetningu og taka lítið pláss.

Nortek er sölu og þjónustuaðili fyrir FIRETRACE á Íslandi.

Hægt að tengja búnaðinn á nokkra vegu og einnig nota mismunandi slökkvigas.

Ráðgjöf og hönnun: Við veitum ráðgjöf við val kerfa. Einnig tökum við að okkur hönnun.

Uppsetning og þjónusta: Sérþjálfað starfsfólk fyrirtækisins sér um uppsetningu og þjónustuskoðanir.

dlp_fire

BEINT SLÖKKVIKERFI

Beina Novec 1230 slökkvikerfið notar Firetrace Detection Tubing til eldskynjunar og dreifingar slökkvimiðils. Sá hluti slöngunnar sem er næstur heitasta hluta eldsins opnast og útbýr nokkurs konar stút fyrir slökkviefnið.

Þrýstingurinn lækkar í kjölfarið þegar slangan tæmir tankinn. Hægt er að nota fjölda Firetrace tanka til að verja stærra svæði. Novec 1230 er kjörið slökkvikerfi til að verja vélarými, gagnaver, enda veldur það hvorki skemmdum á rafbúnaði eða pappír.

Slökkvikerfi skipa

ÓBEINT SLÖKKVIKERFI

Óbeina Novec 1230 slökkvikerfið notar Firetrace Detection Tubing einungis sem eldskynjara. Líkt og með beina slökkvikerfið rifnar slangan þar sem eldurinn er heitastur en slökkviefnið kemur í gegnum koparrör, ryðfrí stálrör eða eldvarnarslöngur. Efninu er komið út um sérstaklega staðsetta stúta í rýminu.

Óbeina slökkvikerfið er hentugara í stærri rými.

REYKLOSUN

 

 

Hluti af brunavörnum í húsum eru reyklúgur og reyklosunarbúnaður.

Nortek, í samstarfi við þýska reyklúguframleiðandann Roda, býður upp á fullkominn reyklosunarbúnað sem hægt er að tengja við náttúrulega loftræstingu.

Reykeitrun er algengasta dánarorsök í eldsvoða. Undir loftinu safnast saman eldfimar lofttegundi og einnig leitar hiti og reykur upp. Við reyklosun er þessu hleypt út og um leið eykst skyggni í húsinu þannig að fólk á auðveldara með að komast út. Auk þess minnka hitaskemmdir í burðarvirkinu.

Náttúruleg loftræsting er leið til þess að hleypa inn fersku lofti og spara þannig loftræstingu. Með því að setja veðurstöð á hús er engin hætta á skemmdum vegna regns eða ofsaveðra. Hægt er að tengja saman hússtjórnarkerfi og náttúrulega loftræstingu.[/vc_column_text]

[/vc_column]
[/mk_page_section]

PHOENIX

Reyklosun

Sveigjanlegar stærðir frá 1 m x 1 m til 2,5 m x 3 m

Hægt að nota í hversdagslegar loftræstingar

10,000 opnanir á hverja rafhlöðu

Varið gegn rakaskemmdum og leka

Val um gagnsæi

SMOKEJET

Reyklosun

Tilvalið á hallandi þök og veggi

Sérsniðin stærð upp að 5,71 fermeter

Nortek er með reyklúgurnar fyrir skrifstofuna, verksmiðjuna, gagnaverið o.s.fr.v. Hafið samband við söluráðgjafa til að finna réttu vöruna fyrir ykkur.