SLÖKKVIBÚNAÐUR

SLÖKKVITÆKI

ELDFLOKKAR

Mismunandi gerðir slökkvimiðla henta mismunandi tegundum af eldsvoðum og til að notendur geti glöggvað sig á því hvað hentar hverju hafa verið gerðir sérstakir staðlar (eldflokkar). Í Evrópu gilda eftirfarandi flokkar:

A – Eldar í föstum efnum, t.d. timbur, húsgögn og fatnaður.

B – Eldar í vökvum, t.d. bensín og jarðolíur.

C – Gaseldar.

D – Eldar í málmum, t.d. magnesíum. Mjög sérhæft, hægt að sérpanta slík tæki.

F – Eldar í feiti og steikingarolíu.

Rafmagnseldar, t.d. heimilistæki og tölvubúnaður.

Mikilvægt er við val á slökkvitæki að huga að þessum hlutum, því sum slökkvitæki geta verið gagnslaus og jafnvel hættuleg á tiltekna elda, t.d. vatn á málm-, rafmagns-, feiti- eða olíuelda. Þess utan hafa þau mis mikinn slökkvimátt, en það má sjá á tækjunum sem sambland af bókstaf og tölu. Bókstafurinn er þá viðeigandi eldflokkur en talan slökkvimáttur slökkvimiðilsins, þar sem slökkvimátturinn er meiri eftir því sem talan er hærri. Þannig er slökkvitæki með 35A og 233B t.d. nothæft á A-elda (föst efni) og mjög gott á B-elda (vökvar).

Leitið ráða hjá sölumönnum okkar ef einhverjar spurningar eru varðandi val á slökkvitæki.

Slökkvitæki Duft 6 Kg

DUFTSLÖKKVITÆKI

Dufttækin hafa löngum verið vinsæl enda alhliða slökkvitæki sem nota má á alla elda nema elda í málmum (D).

Nýjustu gerðir léttvatns hafa reyndar náð duftinu að styrkleika hvað slökkvimátt varðar, en þau eru þó ekki eins alhliða og dufttækin.

Duftið hefur þó sína ókosti, það er óþrifalegt við notkun og getur skemmt rafbúnað.

Þá er hætta á því að duftið „klumpi“ í botni tækisins, sér í lagi ef það er geymt þar sem titringur er fyrir hendi, t.d. í bátum. Því er gott að hreyfa dufttæki reglulega til að brjóta upp hugsanlega kekkjamyndun.

Athugið að duft slekkur illa glóð og því getur þurft að nota vatn/léttvatn í kjölfarið.

Slökkvitæki Léttvatn 6 L

LÉTTVATNSSLÖKKVITÆKI

Léttvatnstæki njóta aukinna vinsælda, enda hafa þau alla kosti vatns sem slökkvimiðils en ekki alla gallana.

Þannig má nota léttvatn á olíuelda, ólíkt vatni, enda myndar léttvatnið filmu ofan á olíunni sem hindrar aðkomu súrefnis.

Sömuleiðis leiðir léttvatn illa rafmagn og  má því nota það á rafmagnselda upp að 1000 V. í a.m.k. eins metra fjarlægð. Almenna reglan er þó að rjúfa alltaf straum áður en slökkvistarf hefst í kringum rafbúnað.

Léttvatns tæki verður að geymast í upphituðum rýmum, þar sem léttvatnið er 97% vatn og getur því auðveldlega frosið. Hægt er að fá léttvatn með frostlegi sé þess óskað.

KOLSÝRUSLÖKKVITÆKI

Kolsýra er gastegund sem ryður andrúmslofti í burtu og hefur því kæfandi áhrif.

Kolsýran er mjög köld (sirka -80°C) þegar hún kemur úr tækinu og hefur því einnig kælandi áhrif.

Kolsýra er besti slökkvimiðill sem fæst á rafmagnselda og hún skemmir ekki út frá sér, ólíkt dufti.

Fyrir utan hinn mikla kulda ryður kolsýra súrefni í burtu og er því hættuleg fólki, sér í lagi í litlum rýmum.

Þá slekkur hún sömuleiðis illa glóð.

NOVEC OG FIRETRACE

Novec 1230 er einfaldur og öruggur miðill sem má jafnt nota í slökkvikerfi fyrir vélarrými, tölvurými eða skjalageymslur. Einn af kostum efnisins Novec 1230 er að það er skaðlaust fólki. Kerfin eru lágþrýst, einföld í uppsetningu og taka lítið pláss.

Nortek er sölu og þjónustuaðili fyrir FIRETRACE á Íslandi.

Hægt að tengja búnaðinn á nokkra vegu og einnig nota mismunandi slökkvigas.

Ráðgjöf og hönnun: Við veitum ráðgjöf við val kerfa. Einnig tökum við að okkur hönnun.

Uppsetning og þjónusta: Sérþjálfað starfsfólk fyrirtækisins sér um uppsetningu og þjónustuskoðanir.

dlp_fire

BEINT SLÖKKVIKERFI

Beina Novec 1230 slökkvikerfið notar Firetrace Detection Tubing til eldskynjunar og dreifingar slökkvimiðils. Sá hluti slöngunnar sem er næstur heitasta hluta eldsins opnast og útbýr nokkurs konar stút fyrir slökkviefnið.

Þrýstingurinn lækkar í kjölfarið þegar slangan tæmir tankinn. Hægt er að nota fjölda Firetrace tanka til að verja stærra svæði. Novec 1230 er kjörið slökkvikerfi til að verja vélarými, gagnaver, enda veldur það hvorki skemmdum á rafbúnaði eða pappír.

Slökkvikerfi skipa

ÓBEINT SLÖKKVIKERFI

Óbeina Novec 1230 slökkvikerfið notar Firetrace Detection Tubing einungis sem eldskynjara. Líkt og með beina slökkvikerfið rifnar slangan þar sem eldurinn er heitastur en slökkviefnið kemur í gegnum koparrör, ryðfrí stálrör eða eldvarnarslöngur. Efninu er komið út um sérstaklega staðsetta stúta í rýminu.

Óbeina slökkvikerfið er hentugara í stærri rými.