REYKLOSUN

NÁTTÚRULEG LOFTRÆSTING

Hluti af brunavörnum í húsum eru reyklúgur og reyklosunarbúnaður.

Nortek, í samstarfi við þýska reyklúguframleiðandann Roda, býður upp á fullkominn reyklosunarbúnað sem hægt er að tengja við náttúrulega loftræstingu.

Reykeitrun er algengasta dánarorsök í eldsvoða. Undir loftinu safnast saman eldfimar lofttegundi og einnig leitar hiti og reykur upp. Við reyklosun er þessu hleypt út og um leið eykst skyggni í húsinu þannig að fólk á auðveldara með að komast út. Auk þess minnka hitaskemmdir í burðarvirkinu.

Náttúruleg loftræsting er leið til þess að hleypa inn fersku lofti og spara þannig loftræstingu. Með því að setja veðurstöð á hús er engin hætta á skemmdum vegna regns eða ofsaveðra. Hægt er að tengja saman hússtjórnarkerfi og náttúrulega loftræstingu.

PHOENIX

Reyklosun

Sveigjanlegar stærðir frá 1 m x 1 m til 2,5 m x 3 m

Hægt að nota í hversdagslegar loftræstingar

10,000 opnanir á hverja rafhlöðu

Varið gegn rakaskemmdum og leka

Val um gagnsæi

SMOKEJET

Reyklosun

Tilvalið á hallandi þök og veggi

Sérsniðin stærð upp að 5,71 fermeter

Nortek er með reyklúgurnar fyrir skrifstofuna, verksmiðjuna, gagnaverið o.s.fr.v. Hafið samband við söluráðgjafa til að finna réttu vöruna fyrir ykkur.