ÖRYGGISBÚNAÐUR

BJÖRGUNARVESTI

Björgunarvesti

SeaSafe Pro-Zip Specialist öryggisvestin eru framleidd í Bretlandi með þarfir og starfs-umhverfi sjómanna í huga. Mjög vönduð 170N vesti sem blásast sjálfkrafa út í vatni/sjó. Hægt að setja AIS sendi í vestin (sjá Oceansignal neðar). Kápa SeaSafe vestanna er úr níðsterku nylon-efni (Wipe Clean), sem auðveldar þrif. Einnig er hægt að fá „vélstjóravesti“ með hitaþolinni kápu (Panotex). Nortek er umboðsaðili SeaSafe á Íslandi, sem hefur framleitt öryggisvörur og fatnað fyrir sjómenn síðan 1966.

HJÁLMAR

Öryggishjálmar

Gecko hjálmarnir eru hannaðir til notkunar á sjó enda uppfylla þeir P.A.S. 028:2002 staðalinn (Maritime Safety Helmet) auk CE merkingar. Hjálmarnir hafa löngum verið vinsælir hérlendis, jafnt meðal sjómanna og björgunarsveita, enda gera stillanlegir loftpúðar þá einstaklega þægilega og notendavæna. Hægt er að fá hjálmana afgreidda með fjarskiptabúnaði.

NEYÐARSENDAR

Neyðarsendar

Nortek er umboðsaðili Oceansignal á Íslandi, en fyrirtækið framleiðir rafeindabúnað til neyðarsendinga á sjó. Í vörulínu þeirra eru m.a. frífljótandi neyðarbaujur (EPIRB), MOB neyðarsendar (AIS/DSC) sem t.d. má setja í uppblásanleg björgunarvesti, ratsjársvarar (SART) og GMDSS handtalstöðvar.

MOB1 er neyðarsendir til að setja í uppblásanleg björgunarvesti. Sendirinn virkjast sjálfkrafa þegar vestið blæs út og sendir AIS neyðarmerki í nærstödd skip ásamt því að senda DSC neyðarboð í VHF stöð skipsins. Einnig er hægt að senda handvirk DSC neyðarboð á nærstödd skip. Sendirinn er einnig með blikkljósi. Nánari upplýsingar hér: http://oceansignal.com/products/mob1/

M100 er sömuleiðis neyðarsendir fyrir uppblásanleg björgunarvesti. Sendirinn virkjast sjálfkrafa þegar vestið blæs út og sendir AIS neyðarmerki í nærstödd skip ásamt því að senda út miðunarmerki á leitarrás, 121,5 MHz. Nánari upplýsingar hér: http://oceansignal.com/products/m100m100x/

PLB1 er neyðarsendir sem sendir neyðarmerki á 406 MHZ (Cospas Sarsat) og 121,5 MHz (miðunarrás björgunaraðila). Nýtist hvort heldur er til sjós eða lands. Persónulegir neyðarsendar í Cospar Sarsat kerfinu mega ekki ræsast sjálfkrafa og því þarf að gangsetja sendinn handvirkt. Nánari upplýsingar hér: http://oceansignal.com/products/plb1/

Til að auka öryggi þeirra sem eru einir við vinnu, t.d. í lestum eða vélarúmum skipa, býður Nortek upp á sérsniðna lausn. Þráðlaus sendir í vasa eða hálsól sendir merki í móttakara, sem getur einnig sent merki áfram í sírenu, blikkljós eða annan viðvörunarbúnað. Sendirinn dregur um 800m án hindrunar. Stálþil og þykkir steypuveggir eru vissulega mikil hindrun, en búnaðurinn hefur staðist prófanir hérlendis mjög vel.

Nortek er með öryggisbúnaðinn fyrir skipið og bátinn. Hafið samband við söluráðgjafa til að finna réttu vöruna fyrir ykkur.