ÖNDUNARBÚNAÐUR

Mikilvægt er að vanda valið við val á öndunarbúnaði (reykköfunartækjum) enda notast þau við lífshættulegar aðstæður og því ekkert svigrúm fyrir bilanir eða annan misbrest í frammistöðu búnaðar. Auk þess að nýtast til slökkvistarfa má nota öndunarbúnað við hverjar þær aðrar aðstæður þegar andrúmsloft er ótryggt eða hætta á því að svo sé. Þetta getur til dæmis átt við um efnaslys, kælimiðilsleka eða hugsanlegan súrefnisskort í lokuðum rýmum, svo sem í tönkum eða lestum skipa. Nortek flytur inn hágæða öndunarbúnað frá sænska framleiðandanum Interspiro (áður AGA) sem uppfyllir ströngustu kröfur sem gerðar eru til slíks búnaðar.

NEYÐARÖNDUNARBÚNAÐUR

Neyðaröndunarbúnaður (flóttatæki) er notaður til að flýja út úr reyk- eða eiturefnafylltum rýmum og t.d. mikið notuð til sjós. Nortek býður upp á tvær mismunandi lausnir, sem hafa sína kostina hvor.

Ocenco M-20.2 er „closed circuit“ tæki (rebreather) sem notar þjappað súrefni og síu sem bindur koltvísýring þannig að unnt er að nota sama loftið í langan tíma. Kosturinn við Ocenco tækið er að það er mjög fyrirferðalítið og hentar því vel í smærri rými, s.s. í káetur skipa. Tækin eru einnota, duga í 15 ár og ekki þarf að senda þau í neinar skoðanir á þeim tíma (notendur þurfa þó að viðhafa reglulega sjónskoðun).

Spiroscape frá Interspiro er hins vegar „open circuit“ tæki, svipað hefðbundnum reykköfunartækjum og notar því þjappað andrúmsloft. Kosturinn hér er að tækið er einfaldara í notkun og unnt er að nota það aftur og aftur. Á móti kemur að reglugega þarf að yfirfara tækið af fagaðilum, þrýstiprófa kút o.þ.h. Þessi tæki henta betur þar sem meira pláss er, t.d. í vélarúmum skipa.

Reykköfun

OCENCO M20.2

Þjappað súrefni

Veitir allt að 32 mínútu langa vörn í hvíld

Fyrirferðalítið

Stærð: 18.8 cm x 15.0 cm x 7.1 cm

Endingartími: 15 ár

Spiroscape reykköfunarbúnaður

SPIROSCAPE

Þjappað andrúmsloft

Skiptir yfir í andrúmsloft þegar kútur tæmist (minnkar líkur á köfnun)

Tveggja laga hetta

Teygjanleg hálsþétting

Hljóðlátt – auðveldar samskipti

Loftflæðishönnun lágmarkar uppsöfnun á CO2

Endurnýtanlegt og fljótleg áfylling

Stærð: 530 x 240 x 140mm

REYKKÖFUNARTÆKI

Reykköfunarbúnaður fyrir skip

SPIROMATIC 90U

Yfirþrýstingur grímunnar hindrar innöndun reyks og skaðlegra lofttegunda.

Hægt að skipta yfir í umhverfisloft þegar notandinn er í bið.

Hávær viðvörunarbjalla á brjósti.

Axlapúðar og mjaðmabelti til stuðnings.

Öflug og traust hönnun

Hannað til notkunar í iðnaði og til sjós (maritime)

Lágmarks mótstaða við innöndun

Stærð: 200 x 600 x 300 mm