NEYÐARLJÓS

TEKNOWARE

Teknoware er leiðandi í neyðarlýsingu, allt frá 1972 hefur fjölskyldufyrirtækið veitt viðskiptavinum sínum framúrskarandi sérsniðin út- og neyðarljós.

ÚTLJÓS

Útljós

Útljós (Emergency exit lights) eru hönnuð til að auðkenna útganga í myrkri eða reyk. Útljósin eru LED lýst og óháð raflögnum hússins. Öll hönnun og smíði er framkvæmd í verksmiðju Teknoware í Finnlandi, en vörur Teknoware uppfylla ströngustu gæðastaðla. Hægt er að velja milli neyðarljósa með innbyggðum rafhlöðum, þéttum eða miðlægu rafhlöðukerfi. Einnig er í boði Aalto þráðlaust samskiptakerfi til að fylgjast með virkni ljósanna.

NEYÐARLÝSING

Neyðarljós

Neyðarlýsing er hönnuð til að veita lágmarks lýsingu í viðkomandi rými. Neyðarlýsing er með eigin aflgjafa og kveikja á sér þegar rafmagn fer af. Teknoware býður upp á neyðarlýsingu fyrir allar tegundir eigna, s.s. hótel, flugvelli, söfn og skrifstofur. Hægt er að sérhanna neyðarljósin svo þau henti mismunandi hlutverkum. Hægt er að velja milli neyðarljósa með innbyggðum rafhlöðum, þéttum eða miðlægu rafhlöðukerfi. Einnig er í boði Aalto þráðlaust samskiptakerfi til að fylgjast með virkni ljósanna.

Linespot lýsa upp línu á göngum sem vísa veginn út.

Zonespot lýsa upp svæði.

Nortek er með neyðarljós fyrir skrifstofuna, verksmiðjuna, gagnaverið o.s.fr.v. Hafið samband við söluráðgjafa til að finna réttu vöruna fyrir ykkur.