LÆKNIR UM BORÐ OG SJÚKRAHERBERGIÐ

Sjúkraherbergið

ShipMed býður upp á sjúkraherbergi fyrir skip sem veitir hágæða heilbrigðisþjónustu og eykur öryggi um borð. Sjúkraherbergið gerir skipum kleift að bjóða starfsfólki og gestum upp á svipaða þjónustu og fyrirfinnst á landi, s.s. aðgangur að nauðsynlegum lyfjum, læknabúnaði, greiningu, meðferð, læknisfjarhjálp (telemedicine).

ShipMed Design Tool er alhlið AutoCAD verkfæri til hönnunar sjúkraherbergja í skipum.

ShipMed Safety System er gæðastjórnunarkerfi fyrir sjúkraherbergi, kerfið sér til þess að birgðir séu nægar, lyf og tæki séu í réttu lagi og veitir kennslu á notkun tækjanna. Læknisaðstoð er einnig fáanleg í  gegnum fjarskiptatæki (telemedicine).

Læknir um borð og Lyfjakistan frá Nortek (í samstarfi við Medi3)

Nortek býður útgerðarfyrirtækjum upp á öryggisstjórnun starfsmanna um borð í skipum. Þær lausnir eru Læknir um borð og Rafræn lyfjakista. Með þeim lausnum er haldið utan um birgðir apóteksins um borð og tryggt gagnvirkt rauntímasamband við lækni í hljóð og mynd. Kerfið tryggir örugga yfirsýn yfir allar birgðir og tækjabúnað í sjúkraherbergi skipsins.

Þetta kerfi hefur fengið frábærar viðtökur í Noregi og er notað um borð í 80% skipa í olíuiðnaðinum og einnig eru fiskiskip, heilsugæslur og sjúkrastofnanir í síauknum mæli farin að nýta sér þessa þjónustu. Á Íslandi hafa fyrstu skipin hjá Samherja og Útgerðafélagi Akureyrar verið innleidd við mjög góðar viðtökur. Þá hefur Slysavarnaskóli sjómanna tekið kerfið upp og notar það við þjálfun yfirmanna.

Nortek leggur metnað sinn í að þjónusta þetta frábæra öryggiskerfi um borð í íslenskum skipum.

Rafræn lyfjakista

Kerfið heldur utan um birgðastöðu apóteksins og tryggir að rétt lyf séu ávallt til staðar í lyfjakistunni. Kerfið geymir allar upplýsingar um lyfin, s.s. skammtastærðir, notkunargildi og hvenær ekki skal nota þau en einnig til hvers þau voru notuð og í þágu hverra. Þá auðveldar kerfið yfirsýn yfir það magn sem til staðar er og hvenær lyf renna út. Hægt er að láta kerfið gefa viðvaranir tengdar birgðarstöðu eða líftíma hvers lyfs fyrir sig.

Lög og reglugerðir varðandi lyf og sjúkrabúnað um borð eru mismunandi eftir löndum en þetta kerfi lætur vita hvaða kröfur eru gerðar undir mismunandi flaggi. Kerfið auðveldar skipti á milli landa og lætur strax vita hvaða uppfærslur þurfi að eiga sér stað á lyfjakistunni þegar skip fer af einu flaggi yfir á annað.

 

Læknir um borð

Kerfið býður upp á öruggt og notendavænt myndsamband við lækni, hvort heldur er vegna slysa eða veikinda um borð. Þannig getur læknir í landi séð viðkomandi sjúkling í gegnum myndsamband og metið áverka eða sjúkdómseinkenni með eigin augum og eyrum, fremur en að fá lýsingu í gegnum tölvupóst, síma eða talstöð. Þetta eykur líkurnar á að sjúklingur fái rétta meðferð, auk þess að létta mjög á skipstjóra/stýrimönnum sem „staðgengils“ læknis um borð. Kerfið er sett upp þannig að forgangur er fyrir kerfið á netsambandinu um borð í skipinu.