INNBROTAVIÐVÖRUN

Nortek er með lausnir sem henta heimilum og fyrirtækjum. Hægt að vakta kerfið sem símhringjara eða tengja við stjórnstöð viðbragðsaðila. Hinir fjölmörgu notendur okkar nýta sér ýmist hinar einföldu þráðlausu eða víruðu lausnir.

 

INIM SMARTLIVING

Inim er ítalskur framleiðandi á sviði öryggis– og brunaviðvörunarkerfa. Öryggiskerfin frá Inim henta mjög vel til heimilisnota, sem og hjá smáum og millistórum fyrirtækjum en þegar komið er yfir í stærri fyrirtæki þar sem t.d. er  verið að samkeyra aðgangsstýringu og innbrotavörn býður Nortek upp á aðrar og fullkomnari lausnir.

banner-inim-antifurto-antincendio

SMARTLIVING STJÓRNSTÖÐ

Stjórnstöð

Inim öryggiskerfin bjóða upp á allt það sem hefðbundið er í öryggiskerfum, hvort heldur víraðar lausnir eða þráðlausar. Rétt er að benda á að víraðar lausnir eru öruggari, auk þess sem búnaðurinn er ódýrari, en vissulega fer meiri vinna í að leggja lagnir að skynjurum og fleira við að koma upp slíkum kerfum.

Kostir INIM innbrotaviðvunarkerfisins eru meðal annars

  • Sveigjanleiki þar sem hægt er að byrja smátt og stækka kerfi með tímanum
  • Fjöldi tengimöguleika og skynjara sem gefa merki til notanda
  • Innbyggður úthringibúnaður með talskilaboðum

SKYNJARAR

Hreyfiskynjari

Margar tegundir skynjara eru í boði fyrir kerfið

  • Hreyfiskynjarar
  • Reyk-/hitaskynjarar
  • Gluggaskynjarar
  • Hurða- /gluggaskynjarar
  • Vatnsskynjarar
  • Gasskynjarar

LYKLABORÐ

Stöðvarnar styðja netkort og þannig má stjórna þeim hvaðan sem er í heiminum, hvort heldur er með snalltækjum eða öðrum tölvubúnaði.

Þá er sömuleiðis hægt að notast við snertiskjái í stað hefðbundinna takkaborða til að stjórna kerfinu.

Með litlum fjarstýringum sem setja má á lyklakyppu, er mögulegt að virkja og afvirkja kerfin, opna og loka hliðum eða kveikja og slökkva á ljósum

GSM TENGING

img1539nexus

Inim innbrotastöðvar eru með innbyggðum hringjara, sem hægt er að láta hringja í tiltekin símanúmer ef eitthvað kemur upp á, svo sem viðvörun frá skynjara eða rafmagnsleysi. Skilaboð eru lesin upp í símtalinu og sagt hvers konar atvik á sér stað í hvert skipti. Það gefur möguleika á að bregðast rétt við í hvert skipti.

Ef ekki er símalína til staðar í húsnæðinu má nota GSM hringjara í staðinn. Ef þess er óskað að kerfið sé vaktað af þriðja aðila er slíkt líka hægt, allt eftir óskum hvers og eins. Ef samband rofnar getur svo stöðin sent SMS eða talskilaboð sjálfstætt.

ÞRÁÐLAUS BÚNAÐUR

INIM býður upp á þráðlausar einingar í miklu úrvali

Þráðlaus innbrotaviðvörun

Nortek er með innbrotaviðvörunina fyrir skrifstofuna, verksmiðjuna, gagnaverið o.s.fr.v. Hafið samband við söluráðgjafa til að finna réttu vöruna fyrir ykkur.