Skápakerfi

Nortek býður upp á hágæða skápakerfi frá Metra.
Stílhrein hönnun, snertilaust aðgengi og meira öryggi.
Margar mismunandi útfærslur í boði fyrir allar aðstæður.

Stílhrein hönnun

Hönnun skápa er mikilvægur þáttur þegar kemur að heildar útliti og upplifun.
Skáparnir eru sérsmíðaðir og koma í mismunandi útfærslum eftir þörfum og óskum viðskiptavinar.

Læsingin er falin að öllu leyti og gefur nútímalega og stílhreina hönnun sem arkítektar og innanhúss hönnuðir hafa verið gríðarlega ánægðir með. 
Að sama skapi bjóða skáparnir skilvirkara geymslupláss og nýta þannig rýmið betur.

Notendur skápanna geta verið vissir um að allar eigur þeirra séu öruggar í læstum skápum. Kerfið er einfalt í notkun og geta notendur opnað skápinn eins oft og þörf krefur á meðan dvöl stendur.

 

Öryggi og aðgengi

Læsingin er vandlega hönnuð og er laus við allt viðhald.
Hún er sett saman úr óætandi efnum og þar sem skáparnir eru knúnir með lágspennu rafmagni eru þeir umhverfisvænni og hagkvæmari lausn en hefðbundnar læsingar. 

Rafræna lásakerfið frá Metra er leiðandi á markaðnum í dag hvað varðar getu hennar til að standast togkraft og er því einstaklega örugg. Þegar skápurinn er læstur er enginn beinn aðgangur að læsingunni. Skáparnir haldast einnig læstir þó að þétt sé pakkað í þá og þrýsti á læsinguna innan frá.  

Aðgengi að skápunum getur verið með notkun armbanda og geta þau einnig tengd við greiðslugátt. Viðskiptavinur fær armband og tengir það við sinn skáp, svo er hægt að skanna armbandið fyrir vörum sem síðan er greitt fyrir þegar armbandinu er skilað að dvöl lokinni.

Fjölbreytt úrval lausna

Skápakerfin henta mjög vel fyrir allskonar aðstæður.
Baðlón, íþróttamiðstöð, heilsulind, á vinnustaðinn eða jafnvel sem tímabundið geymslurými á almenningsstöðum. 

Á vinnustaðnum eða í skólanum er sá möguleiki í boði að hver einstaklingur fær úthlutaðan sinn skáp og getur opnað hann með snjalltækinu sínu.
Engin þörf á lyklum, kortum eða armböndum. 
Allir komast í sinn skáp án aðstoðar.

Við höfum sett upp skápakerfin okkar á mörgum stöðum víðsvegar um landið.

a64a716ff159b388e4e8bf2b4798494ae46c9ac84ff45c2ba2217a15bed16482
GeaSea-logo-2B-283-29-640w
download
524c3838e7dcde1acd4e5501f8baf6e1

Hafið samband við fagaðila okkar til að finna réttu lausnina fyrir ykkur.