TILKYNNINGAR

Viðbrögð vegna Covid-19

Nortek hefur uppfært sitt verklag til að tryggja rekstraröryggi okkar viðskiptavina meðan Covid-19 faraldurinn gengur yfir.

Flestir starfsmenn hafa fært vinnustöðvar sínar heim. Starfsmenn sem sinna þjónustu við kerfi okkar viðskiptavina starfa í smærri hópum og hitta ekki aðra starfsmenn. Allir vinna að heiman frá sér þegar því er viðkomið. Þessir starfsmenn munu því ekki vera settir í sóttkví þótt til þess kæmi fyrir aðra starfsmenn Nortek og getum við því sinnt þjónustu við okkar viðskiptavini.

Þegar sækja þarf vörur á lager setur lagerstarfsmaður vörurnar á afgreiðsluborðið og tæknimenn sækja vörurnar þangað. Eftir hverja heimsókn er afgreiðslusvæðið þrifið.

Þau grunnskilaboð og vinnulag starfsmanna til að forðast smit eru eftirfarandi og tekur mið af leiðbeiningum almannavarna:

✓ Standa 2 metra frá næsta manni og forðast náin samskipti við aðra.

✓ Þvo sér vel um hendurnar, oft á dag, með vatni og sápu. Nota líka handspritt reglulega á verkstað.

✓ Ef starfsmaður þarf að hósta eða hnerra er betra að gera það í olnbogann eða í bréf en ekki í hendurnar og alls ekki út í loftið.

✓ Gæta þess að snerta andlitið sem minnst með höndunum, t.d. augun, munninn og nefið því þannig getur veiran komist inn í líkamann.

✓ Forðast handabönd eða annarskonar snertingu. Þannig er hægt að forðast smit milli manna.

✓ Þegar verið er að vinna í búnaði sem fólk snertir mikið, eins og lyklaborð, skal nota hanska.

Með þessu verklagi vonumst við til að geta viðhaldið kerfum og þjónustu við okkar viðskiptavini.

Séu frekari spurningar þá er hægt að hafa samband í síma 455 2000 eða senda póst á nortek@nortek.is