Sjálfsöryggi Frá Nortek

Ekkert mánaðargjald, enginn útkallskostnaður. Ekkert vesen!

Verðu heimilið þitt, sumarbústað eða fyrirtæki fyrir innbrotum, eldsvoðum og vatnsskemmdum!

Ert þú búin að margborga öryggiskerfið þitt?

Öryggiskerfið frá Ajax er snjallt og einfalt í notkun en jafnframt vottað þráðlaust öryggiskerfi sem þú stjórnar með appi og hentar í flestar aðstæður.

Þú átt búnaðinn og greiðir ekkert mánaðargjald

Það er ekkert mál að skipta.

Með Ajax færð þú sérsniðið kerfi að  þínum þörfum og sparar þér mánaðargjöldin. Það er sáraeinfalt að verja heimilið, bústaðinn, fyrirtækið, bílskúrinn eða verkstæðið með Ajax.

Með Ajax er einfalt að byrja smátt, og bæta við kerfið eftir því sem hugurinn girnist eða þarfir breytast. Kerfið er snjallt, áreiðanlegt og fljótvirkt. Notandi fær boð um leið og skynjari nemur innbrot, eld eða vatnsleka.

AJAX GRUNNPAKKINN

Grunnpakkinn inniheldur

– Ajax Stjórnstöð (Hub 2)

– Ajax Hreyfiskynjara

– Ajax Reyk- og hitaskynjara

– Ajax Innisírenu

Þú getur einnig sett saman þinn Ajax pakka og getur auðveldlega bætt við og fjarlægt búnað eftir þörfum hvenær sem er.

KR. 87.530,-

Búnaðurinn

Ajax snjallöryggiskerfið er margverðlaunað í Evrópu og hentar bæði fyrirtækjum og einstaklingum. Notendur geta sjálfir séð um uppsetningu, viðbætur og viðhald frá A-Ö.

Allir skynjarar í kerfinu eru þráðlausir og með rafhlöðum sem endast í allt að 7 ár. Öll samskipti í kerfinu eru dulkóðuð og fara í gegnum Jeweller samskiptarás sem ver kerfið fyrir utanaðkomandi árásum og truflunum.

Ajax stjórnstöðvarnar geta boðið upp á allt að 4 mismunandi samskiptarásir svo engin hætta sé á að þú missir samband við kerfið, og eru með vararafhlöðu sem heldur kerfinu gangandi í hátt í sólarhring.

Ajax reykskynjararnir eru samtengjanlegir svo tryggt sé að allir á svæðinu verði varir við mögulegan eld og með sjálfsprófun sem hægt er að virkja í appi eða á skynjurunum sjálfum.

Vatnsnemarnir í kerfinu eru margfalt einfaldari en flestir aðrir sem eru fáanlegir í dag. Engin verkfæri nauðsynleg til uppsetningar. Nóg er að setja vatsnsnemann á gólfið eða renna honum undir uppþvottavél, ísskápinn eða hvað sem þarf að vakta.