Fréttir & tilkynningar

Nortek á Iðnaðarsýningunni 2023

Iðnaðarsýningin 2023 verður haldin í Laugardalshöllinni dagana 31.ágúst – 2.september.

Helstu svið sýningarinnar verða mannvirki, orka, innviðir og vistvænar lausnir.

Nortek tekur þátt í sýningunni ásamt dótturfyrirtækjunum Nordata, Láshúsinu og Öryggislokunum.

Við munum kynna þar fyrirtækin,  sýna ýmsar vörur, búnað og lausnir á svæði B-5 í höllinni.

Til sýnis og kynningar verður meðal annars búnaður frá Ajax, Gallagher, Metra og fleiri spennandi nýjungar í öryggislausnum.

Við hlökkum mikið til að taka þátt í þessari flottu sýningu sem sýnir hvað iðnaður er stór hluti í hagkerfi okkar.