Fréttir & tilkynningar, Ajax

Hvaða öryggiskerfi hentar mér?

Öryggi heimilisins er gríðarlega mikilvægt og því þarf að vanda val á öryggiskerfi sem skal nota til að verja heimilið gegn innbrotum og þjófnaði. Að einhver brjótist inn á heimilið er eitthvað sem enginn vill upplifa.

Hér förum við yfir nokkur atriði til þess að hafa í huga þegar velja á öryggiskerfi sem hentar þér best:

   • Þarfagreining
    Fyrst og fremst þarf að fara yfir hvaða þarfir þú hefur fyrir innbrotavarnir. Hverjir eru viðkvæmustu staðir heimilisins sem þú vilt vernda? Útidyrahurðin, gluggarnir, garðurinn eða skúrinn? Farðu yfir tiltækar tegundir innbrotavarna svo þú finnir réttan búnað sem uppfyllir þínar öryggisþarfir.

   • Gæði og virkni.
    Öryggiskerfi koma í ýmsum gerðum og hafa mismunandi virkni. Skoðaðu vel framleiðanda og umsagnir annarra viðskiptavina til að meta gæði og árangur kerfisins. Athugaðu hvort framleiðandi sé með viðurkenndan, vottaðan búnað sem uppfyllir þínar þarfir. Gott er að velja kerfi sem er einfalt í notkun fyrir hámarks þægindi.

   • Tenging og staðsetning.
    Innbrotakerfið þarf að tengjast stjórnstöð sem getur móttekið og geymt upplýsingar um árásir. Athugaðu hvort auðvelt sé að tengja búnaðinn við heimilisnetið og hvort hann geti gefið þér upplýsingar úr fjarlægð. Hugsanleg staðsetning og fjölbreyttir tengimöguleikar eru mikilvægir þættir til að tryggja að þú hafir góða yfirsýn og aðgang að upplýsingum um heimilið þitt.

   • Verð og kostnaður
    Það er mikilvægt að skoða hvað öryggiskerfið kostar í heild sinni, ekki aðeins upphaflegt kaupverð. Skoðaðu vel hvað þú ert að fá fyrir peninginn, hvað er innifalið? Er mögulegur viðhaldskostnaður eða gjald fyrir þjónustu, eins og uppsetningu? Allt eru þetta hlutir sem gott er að huga að áður en ákvörðun er tekin um hvaða öryggisbúnaður er keyptur.

   • Öryggisráðgjöf og þjónusta
    Hvaða ráðgjöf og þjónusta fylgir kaupum á öryggiskerfinu? Getur þú haft samband við sérfræðinga ef óöryggi skapast eða tæknileg vandamál koma upp? Góð þjónusta og ráðgjöf getur verið jafn mikilvægur þáttur og öryggiskerfið sjálft.

  Ajax öryggiskerfið er mjög auðvelt í uppsetningu. Hægt er að setja það upp sjálfur en svo geta fagaðilar Nortek að sjálfsögðu aðstoðað við það líka. Ajax hefur glæsilegt úrval af þráðlausum skynjurum og app til þess að fylgjast með úr snjalltækinu þínu hvar sem er. Öryggiskerfið hefur Grade 2 vottun og er því með bestu þráðlausu innbrotakerfum sem völ er á.

  Innbrotakerfi eru mikilvægur hluti heimilisins og getur aukið öryggi og frið, sérstaklega þegar farið er í frí og húsið er tómt. Með réttu innbrotakerfi getur þú vitað að heimilið þitt sé vel varið. Hafðu samband við fagaðila Nortek fyrir frekari upplýsingar um Ajax kerfið eða skoðaðu það á heimasíðunni.

  Bættu öryggið og njóttu þess að vera að heiman.

  Ajax Grunnpakkinn