EFTIRLITSMYNDAVÉLAR

Myndavélar

Nortek býður upp á myndavélar sem henta bæði heimilum og fyrirtækjum.

Við höfum kappkostað að bjóða sérsniðnar lausnir að þörfum viðskiptavina okkar. Það getur verið persónuleg skoðun hverskonar kerfi og hvaða tegund verður fyrir valinu. Söluráðgjafar aðstoða viðskiptavini við að finna bestu lausnina sem hentar hverjum og einum.

Flestar IP myndavélar uppfylla sama „prótókól“, sem kallast „Onvif“, þó eru undantekningar á þessu. Slíkar vélar eiga að geta unnið með td upptökubúnaði sem einnig er „Onvif“, óháð framleiðanda. Að mörgu er að hyggja þegar velja skal myndavél og það fyrsta er upplausnin.

Megapixlar

Standardinn í dag er 2 megapixla (MP) upplausn, betur þekkt sem Full HD (háskerpa), en hægt er að fá 3, 4 og 5 MP vélar og jafnvel enn öflugri.  Meira er hins vegar ekki alltaf betra, þar sem afkastakröfur kerfisins aukast eftir því sem vélarnar eru með hærri upplausn.

Rammafjöldi (FPS)

Annað sem skiptir máli eru rammar á sekúndu (FPS/IPS = Frames/Images Per Second). 15 rammar á sekúndu er uþb það mesta sem augað nemur, en þegar kemur að því að skoða upptökur og ná kyrrmundum af þeim fer rammafjöldinn að skipta verulegu máli. 30 FPS er má segja „normið“ á 2 MP vélum í dag, betri vélar eru gjarnan með allt að 60 FPS.

Aukinn rammafjöldi þýðir hins vegar aukið gagnamagn, sem gerir meiri kröfur til vinnsluhraða kerfis og stærð upptökudiska. Gæðin liggja svo ekki aðeins í þessum tölum, heldur líka búnaðinum þar á bak við. Hjartað í stafrænum myndavélum liggur í því sem kallast „image sensor“ – eftir því sem hann er betri (og dýrari), þeim mun skarpari verður myndin.

Einn af kostum IP véla er svo að þær bjóða upp á nánast endalausa möguleika. Dæmi um það sem IP vélar geta boðið upp á er t.d.:

  • Tenging um net og við snjalltæki
  • Nætursjón (IR)
  • Hreyfiskynjun –  hreyfing getur td sett upptökur af stað og/eða sett viðvörun í gang
  • Hljóð í báðar áttir (hlustun/tal)

WIDE DYNAMIC RANGE

Wide Dynamic Range (WDR) gerir eftirlitsmyndavélum kleift að sýna greinilegar upptökur í erfiðum aðstæðum, hvort sem það er í lágri birtu eða ofbirtu. Oft á tíðum þurfa eftirlitsmyndavélar að vera staðsettar á móti lýsingu (backlighting), t.d. við innganga, og eiga því erfitt með að ná mikilvægum atriðum eins og andlitum og skráningarnúmerum bíla. eftirlitsmyndavélarnar sporna gegn ónýtum upptökum með innbyggðu WDR.

MYNDAVÉL ÁN WDR

Eftirlitsmyndavél án WDR

MYNDAVÉL MEÐ WDR

Eftirlitsmyndavél með WDR

Axis myndavélar

logo

AXIS er einn fremsti myndavélaframleiðandi heims í dag. AXIS býður upp á fjölbreytt vöruúrval myndavéla með hugbúnaði til

Á þessari síðu viljum við benda á möguelikana sem eru í boði, en á vefsíðu AXIS má einnig finna vöruleit, þar sem má finna mjög sérsniðnar lausnir.

M2025-LE

Lítil og nett vél við fjölbreyttar aðstæður inni sem úti

Smelltu á myndina

P1445 LE

Mjög góð alhliða bullet myndavél með skýra mynd

p1447le

Q61 PTZ

Lítil og nett vél við fjölbreyttar aðstæður inni sem úti

q61

M3057-PLVEe

Lítil og nett vél við fjölbreyttar aðstæður inni sem úti

axis_m3058-plve

Snjalllausnir AXIS

Analytics

https://www.axis.com/products/analytics-and-other-applications

Biðraðargreining

https://www.axis.com/products/axis-queue-monitor

Innbrota og hegðunargreining

https://www.axis.com/products/axis-guard-suite

Greining bílnúmera

https://www.axis.com/products/axis-license-plate-verifier

Honeywell myndavélakerfi

HONEYWELL LOGO

Ekki er hægt að vera á tveimur stöðum á sama tíma en með AXIS eftirlitsmyndavélum Nortek geta fyrirtæki haft auga með verðmætustu eignum sínum.

Everfocus myndavélar

logo

Everfocus virkar vel við íslenskar aðstæður

ehn3261

EHN3261

2MP
Multi-streaming from H.264 / MJPEG
IP 68
með hitara
IK10
1080p full
Spenna POE og 12 VDC
ONVIF
Sjá frekari upplýsingar um 3261

Skiptar (switchar)

Skiptar eru með mikilvægustu íhlutum allra netkerfa, þ.m.t. myndavélakerfa, enda verður kerfið aldrei betra en skiptirinn sem stýrir umferðinni um netið. Algengasta ástæða þess að hökt er í myndavélakerfum er sú að menn eru að nota ófullnægjandi skipta. Það má ganga út frá því sem vísu að ef skiptirinn er ódýr, þá er hann ekki afkastamikill. Hjá Nortek fást eingöngu skiptar sem hafa sýnt sig að virka vel í kröfuhörðum kerfum. Athugið að IP myndavélakerfi nota ekki hefðbundna skipta, heldur svokallaða PoE (Power over Ethernet) skipta.  Leitið ráða hjá sölumönnum okkar varðandi val á skiptum fyrir myndavélakerfi.

Upptökubúnaður

Skiptirinn tekur merki frá myndavélum og sendir í upptökubúnaðinn, NVR (Network Video Recorder). Til eru margar mismunandi gerðir upptökubúnaðar, allt frá einföldum „Plug & Play“ búnaði sem hentar heimilum og smærri fyrirtækjum upp í 25kg vélar sem eru hugsaðar til að stýra mjög stórum myndavélakerfum með mörgum notendum. Einnig er mismunandi hvort hægt er að tengja skjái beint við upptökubúnað eða hvort þörf er á að tengja hann við tölvu og þaðan í skjá.

Upptökubúnaður er gefinn upp fyrir ákveðið margar myndavélar (rásir) en hér ber þó að hafa varann á. Það er ekki nóg að horfa á rásatöluna heldur þarf að horfa til vinnslugetu búnaðarins sömuleiðis. Almennt má segja að 8 rása búnaður ráði við 8 myndavélar sem eru 2MP hver – ef þær eru 3MP eða meira ræður búnaðurinn við mun færri vélar. Þetta er þó ekki algilt og því þarf að lesa vel gagnablöð búnaðarins áður en fjárfest er í honum, í sumum tilfellum miðar framleiðandi t.d. við 1,3MP vélar þegar hann gefur upp rásafjölda. Líkt og með skiptana borgar sig að leita faglegrar ráðgjafar við val á upptökubúnaði.

Hægt er að nota upptökubúnað án gagnageymslu ef ekki er þörf á að eiga upptökur. Að öðrum kosti þarf að setja harða diska (HDD) í upptökubúnaðinn. Stærðin fer eftir mörgum þáttum, t.d. stillingum á upptökum, rammafjölda, upplausn, hversu lengi upptökur eiga að vera aðgengilegar osfrv. Sölumenn geta aðstoðað við að reikna út æskilegt geymslupláss miðað við þarfir hvers og eins.

EPRO-NVR-16-side

EPRO NVR 16

Up to 16CH Embedded NVR with 2HDDs

Tekur upp allt að 16 myndavélar
Styður ONVIF
Styður H.265 og H.264
Styður 2 harða diska (6 TB hámark)
Vörunúmer:

ENVR-NVR-32-front

EPRO NVR 32

Up to 32CH Embedded NVR with 4HDDs

Tekur upp allt að 32 myndavélar
Styður ONVIF
Styður H.265 og H.264
Styður 4 harða diska (6 TB hámark)
Vörunúmer:

Analog upptökubúnaður

ELUX16-front

ELUX16-ELUX8-ELUX14

ELUX16- 16 leyfa
ELUX8- 8 leyfa
ELUX4- 4 leyfa

Netkort
Full HD
styður 1080p, 720p, 960H og D1
PTZ möguleiki
HDMI og VGA
Vörunúmer:

Nortek er með eftirlitsmyndavélar fyrir allar aðstæður. Hafið samband við söluráðgjafa til að finna réttu myndavélina fyrir ykkur.